fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Pressan

WHO segir að 2050 verði 139 milljónir manna með vitglöp

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. september 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að um miðja öldina verði 139 milljónir manna með vitglöp. Tíu prósent allra tilfella eru hjá fólki yngra en 65 ára. Nú eru um 55 milljónir manna með vitglöp að sögn WHO.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar. Fram kemur að 2030 verði fjöldinn kominn í 78 milljónir og 139 milljónir 2050. Ástæðan er að meðalaldur mannkyns fer hækkandi.

En áætlanir um hvernig á að takast á við þetta og annast fólk sem þjáist af vitglöpum eru aðeins til staðar í fjórðungi ríkja heims. Helmingur þeirra er í Evrópu.

„Vitglöp ræna fólki minninu, sjálfstæði og virðingu. Sjúkdómurinn rænir okkur hin fólki sem við þekkjum og elskum,“ segir Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO.

Árlegur kostnaður vegna vitglapa er nú um 1.300 milljarðar dollara.

Blóðtappar, heilaskaði eða Alzheimers eru meðal þess sem veldur vitglöpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi