fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Pressan

Frakkar og Grikkir semja um freigátukaup

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 17:30

Emmanuel Macron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær skrifuðu Frakkar og Grikkir undir samning sem á meðal annars að auðvelda EBS að sinna eigin vörnum. Í honum felst að Grikkir kaupa þrjár franska freigátur og fá kauprétt að þeirri fjórðu. Kaupverðið er sem svarar til um 440 milljarða íslenskra króna.

Samningurinn var undirritaður tæpum tveimur vikum eftir að sala Frakka á kafbátum til Ástralíu rann út í sandinn þegar Ástralar sömdu um kaup á kjarnorkukafbátum af Bandaríkjunum. Þetta reitti Frakka til reiði og vönduðu þeir Áströlum og Bandaríkjamönnum ekki kveðjurnar í kjölfarið.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagði í gær að samningurinn við Grikki sé hluti af meira „hernaðarsamstarfi“ og lagði áherslun á mikilvægi þess að ESB-ríkin geti varið sig sjálf. „Evrópubúar eiga að hætta að vera barnalegir. Þegar við finnum fyrir þrýstingi frá öðrum ríkjum, sem styrkja sig, þá verðum við að bregðast við og sýna að við höfum getu og hæfni til að verja okkur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Walt Disney kaupir eitt stærsta skemmtiferðaskip heims

Walt Disney kaupir eitt stærsta skemmtiferðaskip heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á einum mánuði varð hann einn ríkasti maður heims

Á einum mánuði varð hann einn ríkasti maður heims
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grænland – Fundinn sekur um að hafa myrt mann og sundurhlutað líkið

Grænland – Fundinn sekur um að hafa myrt mann og sundurhlutað líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Faðir fjöldamorðingjans í Colorado brást óvenjulega við fregnunum af ódæðinu

Faðir fjöldamorðingjans í Colorado brást óvenjulega við fregnunum af ódæðinu