fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Pressan

Segja að kórónuveiran verði orðin svipuð og kvefpest næsta vor

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. september 2021 06:06

Hún verður að sögn orðin eins og kvefpest næsta vor. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiran, sem veldur COVID-19, verður að lokum eins og venjuleg kvefpest og gæti verið komin á það stig næsta vor. Þetta er mat Dame Sarah Gilbert og Sir John Bell sem eru prófessorar í læknisfræði. Þau segja að á endanum muni sjúkdómseinkenni COVID-19 minna á hefðbundið kvef.

Sky News skýrir frá þessu. Með þessu draga þau væntalega úr áhyggjum margra um að enn banvænni afbrigði veirunnar komi fram á sjónarsviðið. Bell segir að svo geti farið strax næsta vor að veiran verði orðin svipuð og venjuleg kvefpest vegna ónæmis fólks vegna bólusetninga og smits. Hann segir að Bretland sé komið yfir það versta í faraldrinum og ástandið ætti að vera í lag eftir næsta vetur.

Stéphane Bancel, forstjóri Moderna, sagði á mánudaginn að heimsfaraldurinn gæti verið afstaðinn eftir ár þar sem aukin framleiðsla á bóluefnum tryggi allri heimsbyggðinni bóluefni.

Sarah Gilbert, sem vann að þróun bóluefnisins frá AstraZeneca, sagði nýlega að veirur hafi tilhneigingu til að veikjast eftir því sem þær dreifa sér meira. Þegar Bell var spurður út í þessi ummæli hennar af Times Radio tók hann undir þessi orð Gilbert.

Bancel sagði í samtali við Neuw Zuercher Zeitung að um mitt næsta ár ættu lyfjafyrirtækin að geta séð öllum jarðarbúum fyrir bóluefnum, þau hafi aukið framleiðslugeta sína það mikið. „Þeir sem verða ekki bólusettir munu sjálfir koma sér upp ónæmi því Deltaafbrigðið er svo smitandi. Með þessu munum við komast í stöðu svipaða og er með flensuna. Þú getur annað hvort látið bólusetja þig og veturinn verður góður fyrir þig eða þú gerir það ekki og átt á hættu að veikjast og jafnvel enda á sjúkrahúsi,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar
Pressan
Í gær

Fimm látnir í Kongsberg – 37 ára Dani í haldi lögreglunnar

Fimm látnir í Kongsberg – 37 ára Dani í haldi lögreglunnar
Pressan
Í gær

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19
Pressan
Í gær

Matur í maga eða hiti í húsinu? Erfiður vetur fram undan hjá mörgum Bretum

Matur í maga eða hiti í húsinu? Erfiður vetur fram undan hjá mörgum Bretum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talibanar hafa ekki borgað rafmagnsreikninginn – Rafmagnsleysi vofir yfir Afganistan

Talibanar hafa ekki borgað rafmagnsreikninginn – Rafmagnsleysi vofir yfir Afganistan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loka þarf sjúkrahúsum í Afganistan vegna fjárskorts

Loka þarf sjúkrahúsum í Afganistan vegna fjárskorts