fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Pressan

Fjöldi gríðarlegra heitra daga hefur tæplega tvöfaldast frá 1980

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. september 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim dögum þar sem hitinn fer yfir 50 stig einhvers staðar í heiminum hefur fjölgað mikið árlega frá 1980. Þetta kemur fram í samantekt sem BBC gerði. Hefur fjöldi daga sem þessara tvöfaldast á tímabilinu.

Svona heitir dagar verða einnig víðar um heiminn en áður en svona hár hiti veldur fólki miklum vanda og ógnar heilbrigði þess og lífsháttum.

Frá því á níunda áratugnum hefur dögum, þar sem hitinn nær 50 stigum, fjölgað á hverjum áratug. Á milli 1908 og 2009 voru að meðaltali 14 dagar á ári þar sem hitinn náði 50 stigum. Á milli 2010 og 2020 voru slíkir daga 26 á ári að meðaltali. Á þessum tíma fjölgaði dögum þar sem hitinn náði 45 stigum um tvær vikur á ári að meðaltali.

Friederike Otto, forstjóri umhverfisstofnunar Oxfordháskóla, sagði að þessa fjölgun daga megi algjörlega skrifa á kostnað jarðefnaeldsneytis.

Júlí á þessu ári var hlýjasti mánuður sögunnar samkvæmt mælingum bandarísku NOAA stofnunarinnar sem hefur stundað veðurmælingar í 142 ár. Meðalhitinn á heimsvísu var 15,77 stig sem er 0,01 stigi hærra en gamla metið sem var sett í júlí á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirbuguðu fjallaljón með reiðhjóli

Yfirbuguðu fjallaljón með reiðhjóli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd átti eftir að kosta tveggja barna móður rúmar 100 milljónir króna

Þessi mynd átti eftir að kosta tveggja barna móður rúmar 100 milljónir króna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástæða þess að hópur fólks gerði aðsúg að konu sem var í litríkum kjól

Ástæða þess að hópur fólks gerði aðsúg að konu sem var í litríkum kjól
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Vandræðalega erfitt að fá Google Gemini til að viðurkenna að það sé til hvítt fólk“

„Vandræðalega erfitt að fá Google Gemini til að viðurkenna að það sé til hvítt fólk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“

Ekkja raðmorðingja fékk dóma fyrir að vera beita eiginmannsins – „Ég var hundurinn“