fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Lögreglan telur sig vita hver myrti Tinu fyrir 21 ári – En það er eitt stórt vandamál

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 06:01

Tina Jørgensen. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 21 ári hvarf Tina Jørgensen, tvítug að aldri, þegar hún var á leið heim til sín eftir að hafa verið að skemmta sér í Stafangri. Lík hennar fannst um mánuði síðar nærri kirkju utan við bæinn. Tina hafði verið barinn til bana.

Í fyrstu taldi lögreglan að unnusti hennar hefði verið að verki en þeirri kenningu var fljótlega sópað til hliðar. Nokkrum árum síðar beindist grunur að fjórum kunningjum Tinu en sá grunur reyndist ekki á rökum reistur.

Nú grunar lögregluna mann á sextugsaldri. Hann var handtekinn í síðustu viku grunaður um morðið á Birgitte Tengs 1995 en hún var 17 ára þegar hún var myrt. Lögreglan telur að maðurinn hafi einnig orðið Tinu að bana en stendur frammi fyrir einu stóru vandamáli. Það er nefnilega búið að henda megninu af sönnunargögnunum í málinu. VG skýrir frá þessu. Lögreglan segir að þetta sé mjög „pirrandi“.

Vitað er að hinn grunaði var í miðbæ Stafangurs þegar Tina hvarf og aðrar upplýsingar í málinu gera að hann liggur nú undir grun hefur VG eftir talsmanni lögreglunnar. Maðurinn neitar sök í báðum málum. Fram hefur komið í norskum fjölmiðlum að það hafi verið DNA-rannsókn sem tengdi hann við morðið á Birgitte.

VG segir að sönnunargögnunum í málinu hafi verið hent þar sem lögreglan var ekki með nægilega góða verkferla varðandi geymslu sönnunargagna.

Fyrir átta árum gerði lögreglan sérstaka leit að sönnunargögnum málsins í kjöllurum sínum, bílskúrum og geymsluhúsnæði í Stafangri. Með þessu fannst hluti af gögnunum en þó ekki nærri því allt. Meðal þess sem fannst var hluti af þeim fatnaði sem Tina var í þegar hún var myrt. Fötin og aðrir munir voru sendir til rannsóknar 2016 en þá var niðurstaðan að ekki væri hægt að finna DNA á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?