fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Pressan

Biden vill Cuomo burt – „Ég held hann ætti að segja af sér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur kallað eftir afsögn ríkisstjóra New YorkAndrew Cuomo, eftir að ítarlegar niðurstöður rannsóknar á meintu framferði Cuomos gegn konum voru kynntar í gær en samkvæmt rannsókninni er Cuomo sekur um kynferðislega áreitni gegn ellefu konum.

Biden tjáði sig um málið fyrir utan Hvíta húsið í gær. „Ég held að hann ætti að segja af sér. Ég skil það svo að löggjafar ríkisins [New York ríki] gætu ákveðið að sækja hann til saka. Ég veit það þó ekki fyrir víst, ég er ekki búinn að lesa öll gögnin“ sagði Biden aðspurður um hvað gæti gerst ef Cuomo segði ekki sjálfviljugur af sér, en Cuomo gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann vísaði ásökununum á bug og sagðist ekki ætla sér að segja af sér embætti ríkisstjóra sem hann hefur gengt síðan árið 2011.  Eðlilega hafði Biden ekki náð að kynna sér niðurstöður rannsóknarinnar til hins ítrasta en þær eru afar umfangsmiklar, telja heilar 168 blaðsíður og byggja meðal annars á samtölum við 179 einstaklinga, þeirra á meðal konurnar ellefu sem segja Cuomo hafa brotið gegn sér með áreitni á borð við þukl, kossa, niðrandi og kynferðislegum athugasemdum í þeirra óþökk.

Cuomo er demókrati og hafa mörg valdamikil flokkssystkini hans kallað eftir afsögn hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Í gær

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks