fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þetta kalla bandamenn Bandaríkjanna Joe Biden

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 07:59

Joe Biden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, glími nú við stærstu pólitísku krísu stjórnmálaferils síns sem er nú ansi langur, nær yfir marga áratugi. Ástæðan er staðan í Afganistan í kjölfar ákvörðunar hans um að ljúka brottflutningi Bandaríkjahers frá landinu fyrir lok ágúst. Ákvörðun hans hefur verið sögð vera „rugl“.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hann eru Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, og forveri hans í Hvíta húsinu, Donald Trump. Ástandið við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl er skelfilegt en mörg þúsund manns hafa streymt þangað í þeirri von að komast á brott, ringulreið og ofbeldi setja mark sitt á ástandið utan við völlinn en inni á honum er staðan betri. Flugvöllurinn er á valdi hersveita frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og fleiri löndum.

Tony Blair gagnrýndi Biden um helgina og sagði að ákvörðun hans um að kalla bandaríska herliðið heim væri „rugl“. Blair var náinn samstarfsmaður George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar ákvörðun var tekin um að ráðast inn í Afganistan í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 2001. Blair segir að Biden hafi misst tökin á ástandinu í Afganistan.

Sunday Times sagði á sunnudaginn að innan bresku ríkisstjórnarinnar væri ákvörðun Biden um brotthvarf herliðsins frá Afganistan sögð vera „klikkuð“ og „algjör firring“. Heimildarmaður innan ríkisstjórnarinnar sagði að staðan minnti á bæði fyrri og síðari heimsstyrjöldina þar sem Bandaríkin hafi einnig brugðist, þá með því að koma Evrópu of seint til aðstoðar.

Boris Johnson, forsætisráðherra, er sagður hafa kallað Biden „Sleepy Joe“ en það er viðurnefni sem Donald Trump gaf honum í kosningabaráttunni á síðasta ári. Johnson er sagður hafa sagt að Bretar hefðu frekar viljað hafa Trump í Hvíta húsinu en Biden. Talsmenn Johnson hafa vísað þessu á bug en sérfræðingar segja að ummælin sýni vel hversu mikil spenna ríki á milli Washington og Lundúna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband