fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum eykur líkurnar á kransæðasjúkdómi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 17:30

Kjöt í vinnslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að borða lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt og unnar kjötvörur eykur líkurnar á að fólk fái kransæðasjúkdóm síðar á lífsleiðinni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem náði til 1,4 milljóna manna á 30 ára tímabili.

Kransæðasjúkdómur er ein algengasta dánarorsökin um allan heim. Hann kemur upp í tengslum við áralanga þróun æðakölkunar sem veldur því að veggir kransæðanna þykkna með þeim afleiðingum að misþykkar fituskellur skaga inn í þær.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í ritinu Critical Reviews in Food Science and Nutrion á miðvikudaginn.

CNN segir að í niðurstöðum hennar komi fram að fyrir hver 50 grömm af lamba-, nauta- og svínakjöti sem fólk borðaði hafi líkurnar á því að það fengi kransæðasjúkdóm aukist um 9%. Þegar fólk borðaði unnar kjötvörur á borð við beikon eða skinku jukust líkurnar um 18% við hver 50 grömm.

Fyrir þá sem eru hrifnir af fuglakjöti eru góðu fréttirnar þær að ekki fundust tengsl á milli neyslu þess og kransæðasjúkdóms. Fuglakjöt inniheldur ekki eins mikið af mettaðri fitu og rautt kjöt eða salti eins og er í unnum kjötvörum. Mettuð fita gegnir lykilhlutverki í að stífla kransæðarnar og salt orsakar hærri blóðþrýsting og dregur úr blóðflæði til hjartans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað