fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Pressan

Uppfært – 60 saknað í Þýskalandi eftir að sex hús hrundu – Gríðarleg úrkoma – 4 látnir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 04:55

Björgunarmenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu manns er saknað eftir að nokkur hús hrundu í Schuld í vesturhluta Þýskalands í kjölfar gríðarlegrar úrkomu. Mikil flóð hafa fylgt úrkomunni og sópuðu þau húsunum á brott og hrundu þau.

Sky News segir að sex hús hafi hrunið og 25 til viðbótar séu í hættu á að hrynja í Schuld.

Mikil rigning hefur verið í vesturhluta landsins síðan í gær og hefur mikið tjón orðið. Mörg hundruð manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og vitað er að minnsta kosti tveir létust í gær. Verst hefur ástandið verið í Nordrhein-Westfalen en þar þurfti að flytja íbúa nokkurra hverfa í Düsseldorf á brott frá heimilum sínum vegna ótta við að áin Düssel myndi flæða yfir bakka sína.

Svona var umhorfs í Hagen í gær. Mynd:EPA

Í Rheinland-Pfalz var neyðarástandi lýst yfir í Vulkaneifel en þar er staðan mjög alvarlega að sögn yfirvalda. Margir vegir eru á kafi og ekki er hægt að komast til margra bæja og þorpa. Þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir er hægt að kalla herinn til aðstoðar við björgunarstörf.

Uppfært klukkan 06:20

Nú hefur verið staðfest að fjórir hafa látist í óveðrinu, þar af tveir slökkviliðsmenn sem voru við björgunarstörf. Að minnst kosti 60 manns er saknað. Lögreglan í Schuld segir að staðan sé mjög óljós. Þyrlur eru á leið á vettvang en margir sitja fastir uppi á húsþökum og bíða björgunar.

Áin Nims sem er venjulega tveir metrar á breidd er nú 200 metrar á breidd. Reiknað er með áframhaldandi úrkomu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný tíðindi af máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan fylgir nú nýrri slóð

Ný tíðindi af máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan fylgir nú nýrri slóð
Pressan
Í gær

Slæmar fréttir fyrir kaffidrykkjufólk – Verðið fer hækkandi og getur gert það næstu árin

Slæmar fréttir fyrir kaffidrykkjufólk – Verðið fer hækkandi og getur gert það næstu árin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook