fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Pressan

Hér gæti helmingur borgarbúa verið búinn að smitast af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 16:30

Jakarta er höfuðborg Indónesíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega hefur tæplega helmingur íbúa Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Ef þetta er rétt þá eru þetta tólf sinnum fleiri en opinberar skráningar segja til um að hafi verið búnir að smitast á þeim tíma sem rannsóknin var gerð.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður rannsóknarinnar hafi verið birtar 10. júlí. Rannsakað var hvort mótefni gegn kórónuveirunni væri í blóði fólks og var úrtakið um 5.000 manns en rannsóknin fór fram frá 15. til 31. mars. Niðurstöður hennar sýna að mótefni gegn veirunni var í blóði 44,5% þátttakenda, þar á meðal eru þeir sem höfðu veikst af COVID-19.

Rannsóknin var samstarfsverkefni Jakarta Provincial Health Office, University of Indonesia‘s Faculty of Public Health, Eijkman Institute for Molecular Biology og starfsmanna hjá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni US Centers for Disease Control and Prevention (CDC).

Um 10,6 milljónir búa í Jakarta samkvæmt opinberum tölum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar gætu því allt að 4,7 milljónir hafa smitast af kórónuveirunni fyrir marslok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn vegna skotárásar á tvö lítil sænsk börn

Handtekinn vegna skotárásar á tvö lítil sænsk börn
PressanSport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum

Sjáðu myndbandið: Reyndi að bíta í eyrað á andstæðing sínum á Ólympíuleikunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni Pfizer til viðbótar

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni Pfizer til viðbótar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að breska ríkisstjórnin hafi sólundað tugum milljarða í heimsfaraldrinum

Segja að breska ríkisstjórnin hafi sólundað tugum milljarða í heimsfaraldrinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Typpi í klemmu – Kalla varð slökkvilið á sjúkrahúsið

Typpi í klemmu – Kalla varð slökkvilið á sjúkrahúsið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta

Óhugnanleg skilaboð voru skrifuð á bringu hins myrta