fbpx
Þriðjudagur 03.ágúst 2021
Pressan

Hryllingur í London – Tíu ára barn varð fyrir sýruárás þegar það kom til dyra

pressan
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá hryllilegi atburður átti sér stað í Colindale í London í gærkvöldi að þrír aðilar urðu fórnarlömb sýruárásar, þeirra á meðal tíu ára barn.

Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn fundnu þeir konu á fertugsaldri, mann á fimmtugsaldri og tíu ára barn slösuð eftir að sýru var hellt yfir þau.

Öll þrjú voru færð á sjúkrahús og teljast ekki í lífshættu. Atvikið vakti mikinn óhug meðal nágranna sem sögðu að árásin hafi átt sér stað er „ókunnugur aðili bankaði á hurðina“ hjá fjölskyldunni og hellti í kjölfarið sýru yfir þau.

Einn nágranninn sagði „Ég sá litla stelpu koma þaðan út í náttfötum, engum skóm ásamt fullorðinni konu. Báðar voru fluttar burt í sjúkrabíl. Ég er viss um að þetta hafi verið sýruárás þar sem lögreglan hljóp þarna inn með vatnsflöskur.“

Annar sagði: „Mér skilst að ókunnugur aðili hafi bankað á hurðina hjá þeim, þau komu til dyra og urðu fyrir árás.“

Myndir af vettvangi sýna stóran svartan brunablett á gólfinu fyrir utan íbúðina og sjást þar ummerki um vökva.

Lögregla segir að málið sé nú til rannsóknar en enginn hefur verið handtekinn.

Frétt The Sun 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andstæðingar bólusetninga innanlands og utan – Hugsjónafólk eða peningafólk?

Andstæðingar bólusetninga innanlands og utan – Hugsjónafólk eða peningafólk?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrstu staðfestu átök simpansa og górilla

Fyrstu staðfestu átök simpansa og górilla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja manndrápsrannsókn í kjölfar flóðanna í Belgíu

Hefja manndrápsrannsókn í kjölfar flóðanna í Belgíu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gildar bankabækur Dana

Gildar bankabækur Dana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nánustu bandamenn Harry að missa þolinmæðina

Nánustu bandamenn Harry að missa þolinmæðina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neitar að láta bólusetja börnin sín – Gæti misst forræðið

Neitar að láta bólusetja börnin sín – Gæti misst forræðið