fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Síðustu dönsku hermennirnir komnir heim frá Afganistan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 19:30

Danskir hermenn að störfum í Afganistan. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær lauk 20 ára þátttöku danska hersins í stríðinu í Afganistan. Um 12.000 danskir hermenn hafa verið sendir til Afganistans frá upphafi átakanna og fóru sumir oftar en einu sinni því fjöldi ferða þeirra var um 21.000.  37 danskir hermenn létu lífið í átökunum í þessu stríðshrjáða landi og sjö til viðbótar létust af slysförum eða af völdum sjúkdóma.

Danir gengu til liðs við Bandaríkin og fleiri þjóðir í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin i september 2001.

„Við misstum marga í Afganistan. Hugmyndin um að hægt væri að breyta samfélaginu í lýðræðissamfélag er brostin. En á móti tókst að berja hryðjuverkasamtök, sem vildu berjast við restina af heiminum, niður. Þau hófu aðgerðir sínar með því að fljúga flugvélum á World Trade Center þann 11. september 2001 og höfðu í hyggju að gera svipaðar árásir víðar um heiminn. Það var komið í veg fyrir það,“ sagði Trine Bramsen, varnarmálaráðherra, þegar hún tók á móti síðustu hermönnunum, sem komu frá Afganistan, í gær.

Brotthvarf dönsku hermannanna tengist ákvörðun Joe Biden, Bandaríkjaforseta, um draga bandaríska herinn frá landinu en síðustu hermennirnir eiga að vera farnir úr landi fyrir 11. september næstkomandi. Í kjölfar ákvörðunar Biden ákváðu bandalagsríki Bandaríkjanna að fylgja fordæmi þeirra og kalla herlið sín heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?