fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Pressan

Kínverjar mega nú eignast fleiri börn – En munu þeir gera það?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. júní 2021 14:00

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski kommúnistaflokkurinn ætlar nú að leyfa Kínverskum fjölskyldum að eignast þrjú börn en með þessari ákvörðun er horfið frá 40 ára gamalli harðri stjórn á fæðingartíðninni í þessu fjölmenna ríki. En þrátt fyrir að nú megi eignast fleiri börn en áður er ekki víst að Kínverjar stökkvi til og fari að búa til börn af miklum krafti.

Viðbrögðin við þessum tilslökunum voru þó góð í Kína og hlutabréfaverð í fyrirtækjum sem framleiða og selja leikföng, bleiur, barnamat og barnavagna hækkuðu mikið. Stjórnendur þeirra sjá fram á gyllta tíma ef ákvörðunin skilar sér í auknum barneignum en það er þetta stóra „EN“.

Tímarnir eru breyttir frá því sem var fyrir 40 árum en þá þurftu kínverskar fjölskyldur eiginlega að eiga eins mikið af börnum og hægt var til að tryggja framtíð fjölskyldunnar. Elsta syninum var síðan ætlað að taka yfir ábyrgðin á fjölskyldunni og fyrirtækjum hennar, ef þau voru fyrir hendi.

Á áttunda áratugnum fjölgaði Kínverjum mikið og var þessi mikla fólksfjölgun talin ógn við þróun og efnahagslegan uppgang landsins. Þá tók kommúnistastjórnin upp hina þekktu „eins barns stefnu“. Það var slakað aðeins á henni á síðasta áratug og 2016 var fólki veitt heimild til að eignast tvö börn.

En ef tíðarandinn helst óbreyttur verður allt annað en auðvelt að fá fólk til að eignast þrjú börn og eiginlega bara að fá konur til að eignast börn yfir höfuð. Fæðingartíðnin í Kína er svipuð og í samfélögum þar sem engar takmarkanir eru á barneignum og fæðingartíðnin er mjög lág. Þannig er staðan til dæmis í Japan og Suður-Kóreu þar sem landsmönnum fer fækkandi.

Kínverskt nútímasamfélag er ekki undir það búið að takast á við skyndilega mannfjölgun. Niðurstöður manntals, sem voru birtar í maí, sýna að fólk streymir frá landsbyggðinni til borganna. Unga fólkið flytur og eins og víðast í heiminum hafa ungir borgarbúar ekki sömu hugmyndir um barneignir og afar þeirra og ömmur.

Hu Xijin, aðalritstjóri Global Times, sem er dagblað kommúnistaflokksins, sagði í síðustu viku að breytingar á takmörkunum á fjölda barna þýði í raun fyrir borgarfjölskyldur að ekkert hámark verði lengur á barnafjölda. „Margt veldur því að fjölskyldur velja að eignast bara eitt eða tvö börn og hafa í raun takmarkaðan áhuga á að eignast börn. Þess vegna munu ung pör í borgunum ekki vera reiðubúin til að eignast þrjú börn,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttunda hvert 12-15 ára danskt barn hefur fengið bóluefni gegn COVID-19

Áttunda hvert 12-15 ára danskt barn hefur fengið bóluefni gegn COVID-19
Pressan
Í gær

Óttast nýja bylgju kórónuveirunnar – „Þetta er faraldur hinna óbólusettu“

Óttast nýja bylgju kórónuveirunnar – „Þetta er faraldur hinna óbólusettu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að hugsanlega þurfi að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni í haust

Prófessor segir að hugsanlega þurfi að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni í haust
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fauci segir að þróun heimsfaraldursins sé nú í öfuga átt í Bandaríkjunum

Fauci segir að þróun heimsfaraldursins sé nú í öfuga átt í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaknaði á sjúkrahúsi 14 dögum eftir bólusetninguna – „Hvað í fjandanum?“

Vaknaði á sjúkrahúsi 14 dögum eftir bólusetninguna – „Hvað í fjandanum?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum eykur líkurnar á kransæðasjúkdómi

Neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum eykur líkurnar á kransæðasjúkdómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Útvarpsmaðurinn sem barðist gegn bóluefnum er á gjörgæslu með Covid – „Ég hafði rangt fyrir mér“

Útvarpsmaðurinn sem barðist gegn bóluefnum er á gjörgæslu með Covid – „Ég hafði rangt fyrir mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sífellt fleiri Repúblikanar hvetja fólk til að láta bólusetja sig

Sífellt fleiri Repúblikanar hvetja fólk til að láta bólusetja sig