fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Málið sem skekur Frakkland – Hermenn vara við uppgangi múslíma og borgarastyrjöld

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 06:48

Franskir hermenn við Eiffelturninn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 1.000 franskir hermenn, bæði núverandi og fyrrverandi, hafa verið á allra vörum í Frakklandi að undanförnu eftir að þeir birtu opið bréf í tímaritinu Valeurs Actuelles, sem er hægrisinnað, nýlega. Í bréfinu vara þeir við því að borgarastyrjöld sé yfirvofandi í landinu og að mörg þúsund manns muni látast í henni.

Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru starfandi hermenn, liðsmenn varaliðs hersins, hermenn á eftirlaunum og þar á meðal 25 hershöfðingjar sem tengjast margir hverjir öfgahægriöflum. Í bréfinu segja þeir að öfgasinnaðir íslamistar séu á góðri leið með að steypa Frakklandi út í borgarastyrjöld sem muni verða mörg þúsund manns að bana.

„Staðan er alvarleg. Frakkland er í hættu,“ segir í bréfinu. Í því eru núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir gagnrýndar fyrir „aðgerðaleysi“ gagnvart múslímskum innflytjendur sem hafi fengið að taka völdin í úthverfum stóru borganna. Í bréfinu er úthverfunum lýst sem svæðum þar sem venjulegir Frakkar þora ekki lengur að láta sjá sig og þar sem franskar venjur og siðir gildi ekki lengur. „Þetta getur endað með að starfandi hermenn neyðist til að takast hættulegt verkefni á hendur til að verja menningu okkar,“ segir í bréfinu.

Bréfið var birt 21. apríl en sú dagsetning var engin tilviljun því þann dag árið 1961 reyndi herinn að ræna völdum og bola Charles de Gaulle forseta frá völdum að sögn BBC.

Bréfið hefur vakið upp heitar umræður í Frakklandi en lítill stuðningur er hins vegar við að herinn eigi að gegna stærra hlutverki. Almenn samstaða virðist vera um að eitthvað sé að í Frakklandi, dæmi um það eru mótmæli kennd við gulu vestin og andstaða og mótmæli gegn breytingum á lífeyriskerfum, en það er líka almenn andstaða við að herinn eigi að koma að stjórn landsins.

Ríkisstjórnin tók bréfinu ekki vel og Florence Parly, varnarmálaráðherra, hótaði að láta draga starfandi hermenn og liðsmenn varaliðsins fyrir herrétt með tilheyrandi viðurlögum. Samkvæmt frönskum lögum mega hermenn ekki tjá sig opinberlega um stjórnmál eða trúmál.

Marine Le Pen, leiðtogi hægrimanna, var hins vegar ánægð með bréfið og sagði í samtali við France Info að hún væri sammála þeirri lýsingu sem kemur fram í því á vandamálum Frakklands með „löglaus svæði, afbrot, sjálfshatur og afneitun leiðtoga okkar á ættjarðarást“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið