fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Pressan

„Bjáni sem drekkur of mikið“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 05:14

Rudy Giuliani. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bjáni sem drekkur of mikið,“ þannig lýsir Michael Cohen, fyrrum lögmaður Donald Trump, eftirmanni sínum í starfinu, Rudy GiulianiCohen segist ekki vera í neinum vafa um að Giuliani sé sá næsti sem Trump fórnar.

Ummæli Cohen féllu sama daga og lögreglan gerði húsleit á heimili Giuliani í New York. „Við vitum ekki um umfangið því Ruby er bjáni. Það er vandinn. Hann drekkur of mikið og hegðar sér svo óútreiknanlega að maður veit aldrei hvað er í tækjum hans,“ sagði Cohen í samtali við CNN og átti þar við tölvur og síma Giuliani en lögreglan er nú að rannsaka tæki hans.

Michael Cohen fyrrum lögmaður Donald Trump. Mynd: Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

Lögreglan er að rannsaka Giuliana vegna tilrauna hans til að grafa upp eitthvað misjafnt um Joe Biden og son hans, Hunter, í Úkraínu á meðan kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar stóð yfir á síðasta ári. Alríkislögreglan FBI er því að rannsaka tengslanet Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi sjálfur tekið að sér ólögleg verkefni fyrir úkraínska embættismenn.

Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik, svindl með kosningafé, fyrir að ljúga að þinginu og að hafa greitt klámstjörnunni Stormy Daniels fyrir að þegja um samband hennar við Donald Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Breskur glæpamaður handtekinn í Dubai – Á flótta í átta ár

Breskur glæpamaður handtekinn í Dubai – Á flótta í átta ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sofia hvarf fyrir 18 árum – Nýtt myndband vekur vonir um að hún sé á lífi

Sofia hvarf fyrir 18 árum – Nýtt myndband vekur vonir um að hún sé á lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“