fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hryllileg harmsaga – 20 ára móðir pyntuð til dauða fyrir framan unga dóttur sína og eiginmann

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Caroline Crouch, 20 ára móðir frá Bretlandi, var pyntuð til dauða fyrir framan 11 mánaða gamla dóttur sína og Charalambos Anagnostopoulos, eiginmann hennar, af þremur mönnum sem brutust inn á heimili hennar í Grikklandi. The Sun fjallaði um málið.

Mennirnir brutust inn á heimili þeirra klukkan 5 um nóttina og bundu eiginmanninn fastan áður en þeir pyntuðu Caroline til dauða. Charalambos, sem er 32 ára gamall, lifði árásina af en hann segir árásarmennina hafa komist undan með peninga og skartgripi. Mennirnir eru sagðir hafa tekið peninga og skartgripi að andvirði 2,3 milljóna í íslenskum krónum. Þá drápu mennirnir einnig hund fjölskyldunnar og létu hræ hundsins hanga af svölunum á húsinu.

Charalambos horfði á mennina pynda eiginkonu sína en þeir vildu komast að því hvar peningar og önnur verðmæti væru í húsinu. „Ég sá þrjá hettuklædda menn. Einn var hávaxinn. Þeir öskruðu og hótuðu á bjagaðri grísku,“ er maðurinn sagður hafa sagt við lögregluna. „Þeir bundu mig niður á stól og réðust svo á eiginkonuna mína.“

Eins og fyrr segir var 11 mánaða gömul dóttir þeirra einnig viðstödd en samkvæmt upplýsingum fjölmiðla á meginlandinu fannst barnið grátandi við hliðina á líki móður sinnar.

„Það virðist vera sem konan hafi verið kyrkt af mönnunum,“ segir yfirmaður lögreglunnar á svæðinu í samtali við The Times. „Við erum að bíða eftir niðurstöðu krufningarinnar en þá getum við séð hvort eða hvað var einnig gert við hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“