News.com.au skýrir frá þessu. Það voru vegfarendur sem tilkynntu lögreglunni að hugsanlega væri barn í skóginum. Ráðvillt og ringluð kona hafði gefið sig á tal við þá og sagt þeim að „einhverjir með skammbyssur“ væru að elta hana og að hún ætti lítinn dreng. Konan var með gróður á buxum sínum og því beindust sjónir lögreglunnar strax að skóginum.
Eftir um 30 mínútna leit fundu þeir litla drenginn sem var „kaldur, blautur en á lífi“ að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. „Skjót viðbrögð þeirra komu í veg fyrir það sem hefði getað orðið óbærilegur harmleikur,“ sagði talsmaður lögreglunnar um viðbrögð lögreglumanna á vettvangi.
Ekki er vitað hversu lengi drengurinn var í skóginum áður en hann fannst. Lögreglan telur að frásögn konunnar um að hún hafi verið elt eigi ekki við rök að styðjast. Lögreglan hefur lýst eftir konunni en talið er að hún sé fíkniefnaneytandi.