fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Telja að lítt þróuð menningarsamfélög geti verið nærri jörðinni – Þeim erum við ekki að leita að

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. apríl 2021 22:00

Hafa geimverur virkilega banað fólki?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig mun mannkynið uppgötva tilvist menningarsamfélaga utan jarðarinnar? Tveir möguleikar eru líklegastir að mati vísindamanna sem hafa nýlega birt niðurstöður nýrrar rannsóknar. Önnur er að vitsmunaverur komi hingað til jarðarinnar en hin er að við munum komast að tilvist þeirra með því að leita að ummerkjum um tækni eða iðnað á öðrum plánetum.

Í rannsókninni, sem var birt í vísindaritinu Acta Astronautica, fer hópur vísindamanna, sem er á launum hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, yfir það sem þeir telja bestu leiðirnar til að leita að ummerkjum um tækni eða iðnað á öðrum plánetum. Í niðurstöðu rannsóknarinnar kemur fram að líklega muni „fyrstu kynni“ mannkynsins af geimverum vera af verum frá mun þróaðra samfélagi. Big Think skýrir frá þessu.

Þetta þýðir að mörg samfélög vitsmunavera geta verið í alheiminum og jafnvel í vetrarbrautinni okkar en ef þau líkjast okkur hvað varðar tæknilega getu er ólíklegt að við finnum þau. Það sama á við um vitsmunaverur á öðrum plánetum, þær eru ólíklegar til að finna okkur ef þær eru á svipuðu stigi, tæknilega séð, og við. Ástæðan er að þau „fótspor“ sem samfélag okkar hér á jörðinni og samfélag annarra vitsmunavera, sem eru á svipuðu tæknistigi og við, myndu vera frekar lítil miðað við „fótspor“ þróaðri samfélaga.

Höfundar rannsóknarinnar segja að það sé frekar ólíklegt að vitsmunasamfélög, sem eru frekar lítið þróuð tæknilega séð, myndu komast í samband við hvert annað því til þess að það gæti orðið þyrfti mjög nákvæma og sýnilega verkfræði. „Lítt þróuð samfélög skortir þá næmni sem þarf til að finna önnur samfélög vitsmunavera nema þau hafi byggt mjög stóra eða skínandi hluti,“ segir í rannsókninni.

Risastór sjónauki
En hvert skal beina honum?

Þetta þýðir að við erum mun líklegri til að finna samfélög sem eru mun þróaðri en okkar. Nema auðvitað allra nýjasta tækni og væntanleg tækni á borð við James Webb geimsjónaukann geri okkur kleift að finna plánetur þar sem minna þróuð samfélög eru.

Höfundarnir benda á nokkrar aðferðir, sem eru nú þegar notaðar eða er hægt að nota í tengslum við geimkönnun eða væri hægt að þróa í framtíðinni, til að leita að vitsmunasamfélögum. Meðal þeirra er að leita að risastórum hlutum, gerðum af vitsmunaverum, sem geta, fræðilega séð, verið á braut um stjörnur til að nýta orku þeirra fyrir samfélag vitsmunavera. Einnig er hægt að leita að ummerkjum eftir vitsmunaverur á stöðum nærri jörðinni, til dæmis tunglinu eða Mars. Segja þeir að til dæmis sé hægt að leita að geimförum sem hafi brotlent. Einnig er hægt að leita að afbrigðilegum litanormum í andrúmslofti pláneta en það gæti bent til að þar sé samfélag vitsmunavera sem stundi iðnað. Þeir segja að einnig sé hægt að leita að ljósum að næturlagi og útvarps- og  leisermerkjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu