fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Pressan

Fleiri dauðsföll en fæðingar í sumum brasilískum borgum – COVID-19 er ástæðan

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 18:30

Ástandið er skelfilegt í Brasilíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu sex mánuði hafa fleiri dauðsföll verið í Rio de Janeiro í Brasilíu en fæðingar. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveirunnar en veiran leikur nær algjörlega lausum hala í Brasilíu. Rio de Janeiro er næstfjölmennasta borg landsins. Þar voru skráð 36.437 andlát í mars en fæðingar voru 32.060, munurinn er 16%. Í að minnsta kosti 10 öðrum borgum, með meira en hálfa milljón íbúa, voru andlát fleiri en fæðingar í mars.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að mikil aukning hafi orðið í smitum af völdum kórónuveirunnar í Brasilíu að undanförnu og þar eigi sérstaklega smitandi afbrigði veirunnar hlut að máli auk takmarkaðra sóttvarnaaðgerða.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum létst 77.515 af völdum COVID-19 í mars og rúmlega tvær milljónir smita voru staðfest. Í 24 af 27 ríkjum og alríkissvæðum landsins eru að minnsta kosti 80% af gjörgæslurýmum í notkun.

Það hefur gengið hægt að bólusetja landsmenn, bæði vegna pólitískra deilna en einnig vegna erfiðleika við öflun bóluefna. 6,3 milljónir landsmanna hafa lokið bólusetningu en það eru um 3% þjóðarinnar. 21,1 milljón hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taívan undirbýr sig undir stríð

Taívan undirbýr sig undir stríð