fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 19:00

Íranski byltingarvörðurinn hefur verið upp á kant við Sádi-Arabíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranska ríkisstjórnin sakaði í gær Ísrael um að hafa staðið á bak við rafmagnsleysi í kjarnorkustöðinni í NatanzMohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra, sagði að Íranir muni hefna sín.

„Síonistarnir vilja hefna sín vegna góðs árangurs okkar við að fá refsiaðgerðunum aflétt. Þeir hafa opinberlega sagt að þeir muni ekki leyfa það,“ sagði Zarif í samtali við íranska sjónvarpsstöð og bætti við að Íranir muni hefna sín.

Gefið hefur verið í skyn að brotist hafi verið inn í tölvukerfi kjarnorkustöðvarinnar og rafmagnið þannig tekið af. Íranir hafa ekki sagt mikið annað en að um rafmagnsleysi hafi verið að ræða og að engin geislavirk efni hafi sloppið út og að enginn hafi slasast. Í gær sögðu erlendir fjölmiðlar frá því að talið væri að rafmagnsleysið muni seinka kjarnorkuáætlun Íran um níu mánuði.

Í kjarnorkustöðinni í Natanz er unnið að því að auðga úran. Ef það nær ákveðnu stigi er hægt að nota það í kjarnorkuvopn.

Íran og Bandaríkin eiga nú í óbeinum viðræðum um að koma kjarnorkusamningnum frá 2015 aftur á sporið en Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin út úr samningnum 2018. Joe Biden, núverandi forseti, hefur gefið til kynna að hann sé reiðubúinn til samninga.

Ísraelska ríkisstjórnin hefur alltaf verið á móti samningnum og segir að á meðan Íran haldi áfram með kjarnorkuáætlun sína stafi Ísrael ógn af landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?