fbpx
Mánudagur 17.maí 2021
Pressan

Óskiljanlega morðið – Var varað við þessu 100 dögum áður?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 05:21

Bíllinn sem Carrillo notaði við árásina á alríkisbygginguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

29. maí 2020 var eins og hver annar dagur fyrir öryggisvörðinn David Patrick Underwood sem var 53 ára svartur maður sem bjó í Oakland í Kaliforníu. Hann var við gæslu við Ronald V. Dellums Federal bygginguna í Oakland að kvöldi til. Á sama tíma tóku mörg þúsund manns þátt í mótmælum á vegum Black Lives Matter skammt frá. Klukkan 21.44 var hvítum sendibíl ekið upp að byggingunni þar sem Underwood og félagi hans stóðu vörð.  Fyrirvaralaust hófst skothríð úr sendibílunum sem var síðan ekið hratt á brott. Eftir lá Underwood í blóði sínu, hann var látinn.

Hann hafði verið myrtur af manni sem hann hafði aldrei séð eða hitt. Lögreglan hóf þegar leit að morðingjanum og böndin beindust fljótlega að Steven Carrillo, 32 ára fyrrum liðsmanni úrvalssveita hersins. 8 dögum síðar handtók alríkislögreglan FBI hann vegna málsins. En handtakan gekk ekki áfallalaust fyrir sig.

Carrillo fannst í húsi í bænum Ben Lomond norðan við Santa Cruz í Kaliforniu. Hvíti sendibíllinn var við húsið og var hann fullur af vopnum og sprengiefni. Carrillo hafði ekki í hyggju að gefast upp átakalaust og til skotbardaga kom við lögregluna. Í bardaganum féll 38 ára lögreglumaður úr staðarlögreglunni.

Steven Carrillo. Mynd:Lögreglan

Carrillo var nú grunaður um morð á lögreglumanni og öryggisverði. Hvernig stóð á því að þetta fór svona? Hvað knúði þennan unga mann til slíkra ódæðisverka? Svarið er hugsanlega að finna á Facebook.

Ítarleg rannsókn

Í kjölfar morðanna hefur lögreglan snúið við hverjum steini og skoðað líf Carrillo niður í kjölinn. Í dimmustu skúmaskotum netsins og á Facebook fann lögreglan efni sem vakti miklar áhyggjur. Þetta er efni sem tengist Boogaloo-hreyfingunni sem er hreyfing öfgahægrimanna.

The Guardian segir að Alex Goldenberg, sem hefur rannsakað hreyfinguna og gert ítarlega skýrslu um Boogaloo Bois, hafi varað við framferði liðsmanna hreyfingarinnar á Facebook. Það hafi vakið áhyggjur og ekki hafi verið farið leynt með það, samt sem áður hafi ekkert verið gert í málinu.

„Það var hægt að takmarka þetta. Hefði verið hægt að stöðva þetta alveg? Nei, en það hefði verið erfiðara fyrir þessi samtök að vera til,“ sagði hann í samtali við The Guardian um aðvörunina sem hann setti fram á 400 manna ráðstefnu í febrúar á síðasta ári.

Lögreglan hefur komist að því að Carrillo var mjög virkur á síðum Boogaloo Bois á Facebook. Saksóknarar segja að Ivan Hunter, 26 ára, hafi hvatt hann til að ráðast á lögregluna. Hann lýsti sér sem leiðtoga hreyfingarinnar í suðurhluta Texas. Daginn áður en Carrillo myrti Underwood ók Hunter 2.000 kílómetra frá Texas til Minneapolis þar sem hann skaut inn í brennandi lögreglustöð með sjálfvirkri byssu sinni. Því næst sendi hann skilaboð til Carrillo og hvatti hann til að ráðast á lögregluna. Carrillo svaraði honum og sagði að réttast væri að gera það. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah er dásömuð á netinu – Skýrði frá lausninni á stóru sokkaráðgátunni

Sarah er dásömuð á netinu – Skýrði frá lausninni á stóru sokkaráðgátunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný uppfinning – Getur greint COVID-19 og fleiri banvæna sjúkdóma á nokkrum mínútum

Ný uppfinning – Getur greint COVID-19 og fleiri banvæna sjúkdóma á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harry skefur ekki utan af lýsingum á lífinu í konungsfjölskyldunni – „Blanda af The Truman Show og dýragarði“

Harry skefur ekki utan af lýsingum á lífinu í konungsfjölskyldunni – „Blanda af The Truman Show og dýragarði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt myndband: Hræðileg afleiðing þess að karlar ógnuðu konum

Óhugnanlegt myndband: Hræðileg afleiðing þess að karlar ógnuðu konum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Breskur glæpamaður handtekinn í Dubai – Á flótta í átta ár

Breskur glæpamaður handtekinn í Dubai – Á flótta í átta ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr