fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Pressan

Biden opnar hliðin að Mexíkó fyrir hælisleitendum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 19:30

Tijuana í Mexíkó er hægra megin við girðinguna og San Diego vinstra megin. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að afnema „Vertu í Mexíkó“ stefnu Donald Trump, forvera hans í Hvíta húsinu, og heimila hælisleitendum að koma til Bandaríkjanna. Bandaríkin ætla að leyfa um 25.000 hælisleitendum, sem eru í Mexíkó, að fara yfir landamærin til Bandaríkjanna og vera þar á meðan hælisumsóknir þeirra eru til meðferðar. Með þessu hefur Biden tekið fyrsta skrefið í að afnema umdeilda stefnu Trump í málefnum innflytjenda og hælisleitenda.

Biden lofaði því í kosningabaráttunni að afnema stefnu Trump í málefnum innflytjenda og hælisleitenda, þar á meðal The Migrant Protection Protocols sem er í daglegu tali nefnt „Vertu í Mexíkó“ stefnan. Trump hratt henni í framkvæmd 2019 en markmiðið með henni var að stöðva straum flóttamanna og innflytjenda til Bandaríkjanna frá ríkjum í Suður- og Mið-Ameríku. Fólk sem var að flýja efnahagsvanda, pólitískan óróa og félagslegar aðstæður í heimalöndum sínum.

Með þessu var hliðunum lokað á hælisleitendur. Þeir urðu að bíða í Mexíkó eftir að mál þeirra væri tekið fyrir af dómstólum í Bandaríkjunum. Þetta var þvert á þau vinnubrögð sem höfðu verið stunduð áratugum saman. Rúmlega 65.000 manns voru sendir aftur yfir landamærin til Mexíkó þar sem fólkið átti að bíða eftir að mál þeirra væru tekin fyrir.

Ein af afleiðingum þessara aðgerða var að fólkið var beitt ofbeldi í mexíkóskum landamærabæjum og átti erfitt með að verða sér úti um lögmenn í Bandaríkjunum og að eiga í samskiptum við bandaríska dómstóla.

Í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch frá í janúar á þessu ári kemur fram að þessi stefna Trump hafi valdið því að mörgum hælisleitendum var stefnt í óþarfa hættu og hættu á alvarlegu líkamstjóni. Í viðtölum við hælisleitendur kom fram að þeir hefðu verið beittir ofbeldi, orðið fyrir kynferðislegri áreitni, mannrán komu við sögu sem og fjárkúganir, vopnuð rán og önnur afbrot. Í sumum tilfellum voru það mexíkóskir lögreglumenn sem voru gerendurnir.

Biden hefur áhyggjur af að aðgerðirnar muni ýta undir straum fólks til Bandaríkjanna og því verða aðeins þrjú hlið til Bandaríkjanna opnuð í byrjun. Í San Diego, í Brownsville í Texas og í El Paso í Texas. Hælisleitendur og innflytjendur verða að skrá sig á netinu, fara í kórónuveirusýnatöku í Mexíkó og síðan geta þeir gefið sig fram í einhverju af hliðunum þremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskur stóll seldist á 35 milljónir

Kínverskur stóll seldist á 35 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýska ríkisstjórnin vill herða sóttvarnaaðgerðir – Vilja setja útgöngubann á

Þýska ríkisstjórnin vill herða sóttvarnaaðgerðir – Vilja setja útgöngubann á