fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Gera út af við mýtuna – Bakteríurnar á tannburstanum eru ekki úr klósettinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 12:00

Þetta eru góðar fréttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er tannburstinn þinn þakinn bakteríum úr klósettinu? Bakteríum sem berast með örsmáum dropum þegar sturtað er niður? Ef svo er þá er það frekar ógeðfelld tilhugsun. En vísindamenn hafa nú rannsakað málið og niðurstöður þeirra verða að teljast ansi góðar.

Þeir segja að það skipti engu hvort tannburstinn standi í glasi við vaskinn eða í lokuðum skáp því bakteríurnar á honum séu í langflestum tilfellum hinar sömu og eru  í munni þínum eða húð. Videnskab.dk skýrir frá þessu.

Vísindamenn við Northwestern University í Illinois í Bandaríkjunum kalla rannsóknina „Operation Pottymouth“ en í henni rannsökuðu þeir notaða tannbursta. „Ég segi ekki að það geti ekki komið örverur á tannbursta þegar sturtað er niður en miðað við það sem við sáum í rannsókninni þá koma þær flestar úr munni þínum,“ segir Erica Hartmann, meðhöfundur rannsóknarinnar, í fréttatilkynningu.

„Munnur þinn og magi eru ekki tvær aðskildar „eyjur“. Sumar örverur eru bæði í maga og munni og þar með einnig á tannburstanum. En líklega koma þessar örverur upphaflega úr munni þínum,“ sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður