fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Svartur ruslapoki var dreginn upp úr sjónum við Íslandsbryggju – Innihaldið var skelfilegt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 07:06

Íslandsbryggja. Mynd:Wikimedia Commons/cjreddaway

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. október 1986 var svartur ruslapoki veiddur upp úr sjónum við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Í honum var nakinn neðri hluti kvenmannslíkama. Það var ekki fyrr en átta mánuðum síðar sem lögreglunni tókst loks að bera kennsl á líkið. Það reyndist vera af Kazuko Toyonaga, 22 ára japönskum ferðamanni. Málið er enn óupplýst.

Lögreglan hefur ekki enn lokað málinu og telur ekki útilokað að hægt verði að leysa það. Nýlega var farið yfir öll málsgögnin og þau sett inn í risastóran rafrænan gagnagrunn. Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Blaðið hefur eftir Brian Belling, aðstoðaryfirlögregluþjóni sem er yfirmaður ofbeldisbrotadeildar Kaupmannahafnarlögreglunnar, að gagnagrunnurinn gefi lögreglunni nýja möguleika til að leita að vísbendingum og gögnum og tengingu við önnur mál, innlend sem erlend.

Ekkert vitni

Í fyrstu var ekki vitað hvar restin af líkama Kazuko var en næstu níu daga fundu kafarar þá líkamshluta sem vantaði. Málið var hið undarlegasta og mjög hrottalegt og Wolmer Petersen, sem stýrði rannsókninni, vissi frá upphafi að hann var hér með mjög óvenjulegt og flókið morðmál til rannsóknar.

Allt frá þessum tíma hefur lítið gerst í rannsókninni þótt henni hafi aldrei verið formlega hætt. Enginn hefur verið grunaður í málinu og ekki eitt einasta vitni fannst.

Niðurstöður réttarmeinafræðirannsóknar voru að Kazuko hefði verið myrt á tímabilinu frá 5. til 7. október. Talið er að hún hafi verið kyrkt. Belling sagði að ekki væri þó hægt að staðfesta dánarorsökina út frá líkhlutunum. Engin merki um ofbeldi hafi verið á þeim og engar eiturleifar fundust né fíkniefnaleifar. Lögreglan veit því ekki hvenær og hvernig Kazuko lést, né af hverju hún var myrt.

Kazuko Toyonaga. Mynd:Lögreglan í Kaupmannahöfn

Rannsókn málsins teygði sig til Japan, Þýskalands, Svíþjóðar og Finnlands en nú segir Belling að málið sé hugsanlega ekki eins alþjóðlegt og ætla mætti. „Við teljum að morðinginn sé frá Danmörku. Það byggjum við ekki aðeins á að líkhlutarnir fundust í sjónum hér. Við byggjum það einnig á öðrum hlutum sem ég get ekki skýrt nánar frá vegna rannsóknarhagsmuna,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann telji að hægt verði að leysa málið sagði hann að alltaf væri von en ef ekki tekst að finna vitni þá séu litlar líkur á því. „Í raun erum við ekki með neitt, aðeins líkamshluta konunnar,“ sagði hann.

Síðustu dagarnir

Einum til þremur dögum fyrir andlát sitt sendi Kazuko póstkort frá Helsinki í Finnlandi til unnusta síns í Japan. Það var póstlagt 4. október og er síðasta lífsmarkið frá henni. Foreldrar hennar afhentu dönsku lögreglunni póstkortið þegar þau komu til Danmerkur eftir að búið var að bera kennsl á líkið. Á póstkortið hafði hún skrifað að hún væri nýkomin til Helsinki með ferju og hefði verið á markaði að kaupa nokkra hluti.

Fyrsti áfangastaður hennar í Evrópu var í Þýskalandi þar sem hún tók þátt í læknisfræðilegum tilraunum með getnaðarvarnarpillur um sumarið. Um miðjan september fór hún með lest til Kaupmannahafnar þar sem hún var í einn dag. Því næst fór hún til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Hún gisti yfirleitt í lestum og langferðabifreiðum og virðist ekki hafa átt í nánum samskiptum við annað fólk. Það var ekki til að auðvelda samskipti hennar að hún talaði aðeins japönsku.

Ekki er vitað með vissu hvenær hún kom aftur til Kaupmannahafnar með lest frá Stokkhólmi og hversu langur tími leið þar til morðinginn myrti hana og hlutaði lík hennar síðan í sundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?