fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Fjallgöngumaður fann kassa á Mont Blanc – Nú á hann 22 milljónir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 06:59

Mont Blanc. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2013 fann fjallgöngumaður kassa á Mont Blanc. Í kassanum voru eðalsteinar að verðmæti um 44 milljóna íslenskra króna. Nú hafa frönsk yfirvöld ákveðið að maðurinn fái að eiga helminginn af þessum eðalsteinum en verðmæti þeirra er sem svarar til 22 milljóna íslenskra króna.

Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að maðurinn hafi fundið málmkassa, sem innihélt gimsteina og safíra, þegar hann var að ganga á Mont Blanc 2013. Hann afhenti lögreglunni kassann.

Ekki hefur tekist að finna eiganda hans og eðalsteinanna og nú hefur sú ákvörðun verið tekin að fjallgöngumaðurinn fái helming þeirra í sinn hlut og ríkið hinn helminginn.

Sá helmingur, sem fellur hinu opinbera í hlut, verður til sýnis á Chamonix Crystal safninu.

Talið er að eðalsteinarnir hafi verið um borð í Boeing 707 flugvél frá Air India sem hrapaði á Mont Blanc 1966 en þá létust 117 manns. Vélin var á leið frá Mumbai til New York.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur