fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Kórónuvetur er skollinn á – Staðan getur gjörbreyst á næstu mánuðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 05:56

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópa er enn miðpunktur heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ómíkron afbrigðið er í mikilli sókn og það getur haft í för með sér að á næstu mánuðum gjörbreytist faraldurinn.

Það er óhætt að segja að Kórónuvetur sé gengin í garð í Evrópu. Rúmlega 2,5 milljónir smita greinast í hverri viku og sífellt fleiri þeirra eru af völdum Ómíkron afbrigðisins. Í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu hefur smitum fjölgað um rúmlega 20% í viku hverri. Í Hollandi, Belgíu, Slóvakíu og Tékklandi er smithlutfallið með því hæsta sem gerist í heiminum.

Fjöldi Ómíkronsmita hefur greinst í nokkrum Evrópuríkjum, til dæmis Danmörku og Bretlandi. Sérfræðingar telja að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal í álfunni. Ástæðan fyrir því að mörg Ómíkronsmit hafa greinst í Danmörku og Bretlandi er að löndin eru í fremstu röð þegar kemur að því að raðgreina smit. Það er því að margra mati bara spurning um tíma hvenær sama þróun verður komin fram í öðrum löndum.

Evrópska smitsjúkdómastofnunin, ECDC, spáir því að Ómíkron muni verða algengara en Delta afbrigðið á næstu mánuðum og verða hið ráðandi afbrigði í Evrópu. Í Bretlandi er þetta jafnvel bara spurning um vikur.

Of lítið og of seint

Smitbylgjurnar rísa hátt og yfirvöld um alla álfuna reyna nú að feta þröngan stíg nýrra sóttvarnaaðgerða og krafna sem eiga að vernda heilbrigðiskerfin fyrir hruni en þessu fylgir að skerða þarf réttindi fólks og það vekur reiði margra.

Í Þýskalandi hefur ný ríkisstjórn, sem tekur við völdum fljótlega, tilkynnt að tillaga um að skylda fólk í bólusetningu verði tekin til umfjöllunar og atkvæðagreiðslu á Sambandsþinginu. Til mótmæla hefur komið vegna þessa.

Í Austurríki mótmæltu um 40.000 manns sóttvarnaaðgerðum á götum Vínarborgar um helgina og um 1.500 mótmæltu mótmælum andstæðinga sóttvarnaaðgerða. Til átaka kom og slösuðust 5 lögreglumenn. 600 mótmælendur voru sektaðir fyrir brot á sóttvarnareglum og 67 fyrir brot á hegningarlögum.

Ekki eru allir sáttir við sóttvarnaaðgerðirnar í Austurríki. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

Í Noregi hefur smitum farið fjölgandi að undanförnu og Mads Gilbert, yfirlæknir, hefur áhyggjur af vaxandi fjölda andláta og sóttvarnaaðgerðum sem þarf að grípa til. „Við erum eftir á í baráttunni við smitin. Við vitum heldur ekki hversu mörg Ómíkronsmit eru í Noregi núna,“ sagði hann í samtali við Ritzau.

Mörg Evrópuríki brugðust hratt við og lokuðu fyrir komur fólks frá ákveðnum stöðum þegar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti Ómíkron sem afbrigði sem þyrfti að hafa áhyggjur af en það var gert 26. nóvember.

Michael Ryan, yfirmaður neyðaraðgerða WHO, segir að enn sem komið er sé það Delta afbrigðið sem sé aðaláhyggjuefnið og krefjist athygli. Á fréttamannafundi í síðustu viku spurði fréttamaður hann hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaaðgerða fyrir jólin í ljósi Ómíkron. Hann svaraði: „Við neyðumst til að vera svolítið þolinmóð til að skilja afleiðingarnar af Ómíkron en það er ljóst að við erum að glíma við krísu í Evrópu núna og það er Delta sem knýr hana. Það hefði verið gott ef Evrópuríki hefðu verið varkárari síðustu fjóra mánuði og hefðu gert meira til að vernda íbúana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?