fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
Pressan

Harmleikur – 13 ára stúlka lést þegar hún missti farsímann sinn ofan í baðkarið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 21:00

Ekki nota farsímann þegar stutt er í háttatíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ára frönsk stúlka lést af völdum raflosts í franska bænum Macon í Saone-et-Loire í Frakklandi nýlega eftir að hún missti farsímann sinn ofan í baðkarið á meðan hann var í hleðslu.

Journal de Saone-et-Loire skýrir frá þessu. Fram kemur að stúlkan hafi verið endurlífguð eftir slysið en hafi ekki komist til meðvitundar. Hún lést nokkrum dögum síðar á sjúkrahúsi í Lyon.

Vinkona stúlkunnar, sem var hjá henni inni á baðherbergi þegar slysið átti sér stað, fékk áfallahjálp.

„Þetta ætti að vera aðvörun til annarra unglinga sem eru með farsímann sinn í höndunum öllum stundum,“ sagði móðir hinnar látnu. „Við verðum að leggja áherslu á að ekki á að fara með farsíma í bað, því það getur endað hörmulega,“ sagði hún einnig.

Lögreglan er nú að rannsaka slysið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem unglingur deyr af völdum farsíma í hleðslu. Á síðasta ári lést unglingur í Marseille af sömu ástæðu og á fréttamiðlum hafa öðru hvoru birst fréttir um ungmenni sem hafa látist við svipaðar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlegar sektir ef fólk lætur ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Mánaðarlegar sektir ef fólk lætur ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar vara við ranghugmyndum um Ómíkron – Getur getið af sér hættulegri afbrigði í framtíðinni

Sérfræðingar vara við ranghugmyndum um Ómíkron – Getur getið af sér hættulegri afbrigði í framtíðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri drónar sáust við sænskt kjarnorkuver og víðar í gær

Fleiri drónar sáust við sænskt kjarnorkuver og víðar í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann segir alltaf satt“

„Hann segir alltaf satt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nokkur merki þess að þú sofir of lítið

Nokkur merki þess að þú sofir of lítið