fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Ætlar þú að taka þátt í Whamageddon fyrir jólin? – Mikil áskorun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 07:00

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hófst erfiður tími fyrir marga þegar desember gekk í garð. Ekki vegna veðursins eða jólanna svona almennt. Nei, af því að fólk ætlar að takast á við gríðarlega erfiða áskorun sem hefur reynst mörgum erfið. Ætlar þú að taka þátt?

Áskorunin er í sjálfu sér einföld. Í henni felst að þátttakendur verða að forðast að heyra lagið Last Christmas með Wham frá 1. desember til miðnættis 24. desember.

Þetta er auðvitað ekki auðvelt því allt frá því að lagið komi út 1984 hefur það verið órjúfanlegur hluti af jólunum hjá mörgum og útvarpsstöðvar keppast við að spila það. Lagið er í dag talið meðal stærstu „jólaklassíkeranna“ hvað varðar tónlist.

En þrátt fyrir það reyna mörg þúsund manns að komast hjá því að heyra lagið fyrstu 24 daga desember ár hvert. Í því felst áskorunin.

Hún á rætur að rekja til Danmerkur en breiddist hratt út og nú er spurningin bara hvort þú ætlir að taka þátt?

Reglurnar eru einfaldar:

Fyrsta reglan er að reyna að komast eins langt inn í desember eins og hægt er án þess að heyra Last Christmas.

Regla númer tvö er að áskorunin hefst 1. desember og lýkur á miðnætti þann 24.

Þriðja reglan er að það er aðeins upphaflega útgáfa lagsins sem gildir og því er í lagi að heyra remix og ábreiður af laginu án þess að detta úr leik.

Fjórða reglan er að þú ert úr leik um leið og þú heyrir lagið og áttar þig á að þetta er lagið.

Það má, tæknilega séð, senda öðrum tengla á lagið til að reyna að láta þá smella á og detta út en það er ekki hvatt til þess. Ef og þegar þú dettur úr leik þá má gjarnan birta færslu á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #whamageddon.

Nánar er hægt að lesa um þetta á heimasíðunni whamageddon.com og Facebooksíðu upphafsmanna leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu