fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Réttarhöldin sem hinir ríku og frægu óttast – Verjandi telur að lögmenn hafi „ráðskast“ með minningar þolenda – „Hún er ekki Jeffrey Epstein“

pressan
Mánudaginn 29. nóvember 2021 22:35

Ghislaine Maxwell. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld yfir Ghislaine Maxwell hófust í Bandaríkjunum í dag, en hún er ákærð fyrir að hafa lokkað barnungar stúlkur til að stunda kynlíf með vini sínum Jeffrey Epstein sem svipti sig lífi í varðhaldi á meðan hann beið þess að vera sóttur til saka fyrir barnaníð. Talið er að margir ríkir og áhrifamiklir aðilar séu með kvíðnir fyrir réttarhöldunum út af þeim upplýsingum sem Ghislaine býr yfir og gæti greint frá. Reuters greina frá.

Verjandi hennar tók til máls fyrir dómi í dag og benti á að skjólstæðingur hans væri nú látinn svara fyrir sakir annars einstaklings, barnaníðingsins Jeffrey Epstein.

„Ákæruliðirnir á hendur Ghislaine Maxwell eru hlutir sem Jeffrey Epstein gerði, en hún er ekki Jeffrey Epstein,“ sagði verjandi hennar, Bobbi Sternheim fyrir dómi á Manhattan í dag. Hann heldur því fram að nota eigi Ghislaine sem blóraböggul fyrir brot Epsteins.

Saksóknari tók einnig til máls og hélt því fram að Gishlaine hafi tælt stúlkur undir lögaldri fyrir hönd Jeffrey svo hann gæti misnotað þær kynferðislega. Hún, sem fyrrverandi starfsmaður og elskhugi Epsteins hafi sent ungum stúlkum gjafir á borð við undirföt og rætt um kynferðislega hluti við þær til að fá þær til að treysta sér áður en hún hvatti þær til að gefa Epstein erótík nudd.

Epstein og Gishlaine hafi svo gefið stúlkunum pening, eða boðist til að borga fyrir þær ferðalög eða menntun, fyrir að nudda Epstein naktar að fullu eða hluta. Epstein hafi svo í einhverjum tilvikum stundað sjálfsfróun á meðan eða snert kynfærin á stúlkunum. Hún hafi jafnvel verið viðstödd þegar brotin áttu sér stað. Saksóknari segir ljóst að Maxwell hafi spilað lykilhlutverk í brotum Epsteins.

„Hún notaði berskjaldaðar ungar stúlkur, ráðskaðist með þær og bauð þær svo upp til að vera kynferðislega misnotaðar,“ sagði saksóknarinn, Lara Pomerantz í dag. 

Verjandinn hélt því hins vegar fram að lögmenn hafi ráðskast með minningar þeirra stúlkna sem hafa sakað Epstein um kynferðisbrot í þeim tilgangi að sækjast eftir skaðabótum frá þeim Gishlaine og Epstein.

„Minningar dofna með tímanum og í þessu máli munið þið sjá að ekki bara hafa minningar dofnað heldur hefur verið ráðskast með þær með utanaðkomandi upplýsingum, stöðugum fréttum fjölmiðla og öðrum áhrifavöldum.“

Verði Gishlaine sakfelld fyrir meint brot á hún yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsi en búist er við að réttarhöldunum, sem eru gífurlega umfangsmikil, ljúki ekki fyrr en á næsta ári.

Sjá einnig:  Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Í gær

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð