fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Málið hefur verið óleyst í 25 ár – Nú hafa þrjú verið handtekin fyrir morðið á 14 ára stúlkunni

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 22:30

Caroline Glachan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 25 árum síðan, í águst árið 1996, fannst lík 14 ára gamallar stelpu að nafni Caroline Glachan í Leven ánni í West Dunbartonshire á Skotlandi. Caroline sást síðast á lífi snemma morguns þann 25. ágúst árið 1996 en þá var hún að ganga í átt að brú yfir ánna.

Joanne Menzies, vinkona Caroleine, var ein af þeim síðustu sem sáu hana á lífi en það var í kringum hádegi sama dag fyrir utan heimili Caroline. Rúmum fjórum tímum síðar fannst hún látin í ánni.

Málið hefur verið óleyst í rúm 25 ár en nú virðist vera sem það fari að leysast á næstunni þar sem lögreglan í Skotlandi hefur nú kært þrjá einstaklinga vegna morðsins. Metro greinir frá.

Um er að ræða tvo karlmenn Andrew Kelly, sem í dag er 42 ára, og Robert O’Brien, sem er 43 ára í dag og konu að nafni Donna Brand, sem er 43 ára. Þau eru öll sögð tengjast morðinu.

Yfirlögregluþjónninn Stuart Grainger þakkaði í dag fyrir upplýsingar sem reyndust mikilvægar í málinu. „Ég vil fá að þakka þeim sem hjálpuðu með rannsóknina og stigu fram með mikilvægar upplýsingar varðandi morðið á Caroline,“ sagði Stuart.

Andrew, Robert og Donna hafa öll verið handtekin og munu koma fram fyrir dómi á næstu dögum en þau verða í gæsluvarðhaldi fram að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu