fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn segja að ofureldfjall geti byrjað að gjósa fyrirvaralaust

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 21:30

Toba vatn í gíg eldfjallsins Toba. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsta gos í ofureldfjalli getur vel hafist án þess að gera nokkur boð á undan sér. Þetta er niðurstaða hóps vísindamanna sem hefur rannsakað ofureldfjallið Toba á Súmötru í Indónesíu.

Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn frá Peking háskóla og háskólanum í Genf tvö gos í fjallinu. Annað fyrir 840.000 árum og hitt fyrir 75.000 árum. Í báðum þessum gosum varð ekki skyndilegt flæði kviku í kvikuhólf eldfjallsins eins og oftast er raunin fyrir gos. Kvikan safnaðist hægt og hljóðlaust fyrir í kvikuhólfunum áður en gosið hófst.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá vísindamönnunum en rannsókn þeirra hefur verið birt í vísindaritinu PNAS. Science Alert segir að vísindamennirnir hafi komist að niðurstöðu sinni með því að greina zirkon en það myndast í eldgosum og er víða að finna nærri Toba eldfjallinu.

Út frá rannsóknum á zirkoninu gátu vísindamennirnir aldursgreint það og þannig gert tímalínu yfir gosinu og það flæði kviku sem átti sér stað í þeim.

En vísindamennirnir segja ekkert um hvort gos sé yfirvofandi í Toba en þeir telja að nú hafi 320 rúmkílómetrar í kvikuhólfum Toba en lítil eyja, sem er í miðju eldfjallsins, þrýstist upp vegna þess. „Við sjáum að eyjan hækkar smátt og smátt. Það bendir til að eldfjallið sé virkt og að kvika safnist undir því,“ segir Ping-Ping Liu, prófessor við Peking háskóla, í fréttatilkynningunni.

Talið er að 5 til 10 ofureldfjöll séu á jörðinni. Gos í þeim geta haft gríðarlegar afleiðingar á alla heimsbyggðina. Þau eyðileggja allt í næsta nágrenni við eldfjöllin en geta einnig haft mikil áhrif á loftslagið. Fyrri rannsóknir benda til að gos í Toba hafi valdið tíu ára löngum vetri um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?