fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn vara barnshafandi konur við að nota parasetamól

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. október 2021 12:30

Panodil Hot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tjón á eistum eða eggjastokkum fóstra geta verið afleiðingar ef barnshafandi konur nota lyf sem innihalda parasetamól í langan tíma. Efnið er til dæmis að finna í verkjalyfjum á borð við Panódíl. Það eru 90 vísindamenn, víða að úr heiminum, sem vekja athygli á þessu í nýrri grein í vísindaritinu Nature. Þeir hvetja til varkárni við notkun parasetamóls á meðgöngu.

„Við höfum ekki áhyggjur af konum sem taka eina eða tvær töflur á meðgöngunni. Við höfum áhyggjur af þeim litla hópi kvenna sem notar efnið um langa hríð á meðgöngunni. Við viljum gjarnan ná til þeirra,“ hefur Danska ríkisútvarpið eftir David Møbjerg Kristensen, hjá Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Hann sagði að greinin í Nature byggi á öllum fáanlegum gögnum um parasetamól og þunganir frá 1995. Á grundvelli þeirra skrifuðu vísindamennirnir 90 greinina sem hann kallar „álitsgrein“ þar sem vísindamennirnir hvetja til varkárni. „Það eru enn efasemdir um tengslin. En þau gögn sem við höfum benda til að tengsl geti verið á milli langvarandi notkunar parasetamóls og áhrifa á eistu og eggjastokka og tengsl við ADHD og einhverfu,“ sagði Kristensen.

Hann sagði að rannsóknin bendi til að parasetamól geti lokað fyrir framleiðslu testósteróns sem sé ekki gott fyrir drengi. Hann lagði áherslu á að fæstar þeirra barnshafandi kvenna sem nota parasetómól séu í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Í gær

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn