fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Skelfileg tíðindi fyrir Norður-Kóreumenn – Efast um að þeir lifi veturinn af

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. október 2021 06:05

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, flutti þjóð sinni nýlega þær skelfilegu fréttir að næstu fjögur árin verði þeir að búa sig undir að mun minni matur verði á borðum þeirra en fram að þessu og hafa þeir nú búið við þröng kjör síðustu árin og áratugina.

Radio Free Asia skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir þessum matvælaskorti er að Norður-Kórea lokaði landamærum sínum að Kína á síðasta ári og hætti viðskiptum við Kínverja í þeirri von að geta haldið kórónuveirufaraldrinum frá landinu.

Ekki er reiknað með að landamærin verði opnuð á nýjan leik fyrr en 2025. Óttast margir Norður-Kóreumenn að það verði einfaldlega of seint. Margir eru nú þegar í vafa um hvort þeim takist að lifa veturinn af.

Radio Free Asia hefur eftir ónafngreindum íbúa í Sinuiju að augljóst sé að neyðarástand ríki í landinu vegna matvælaskorts og að fólk þjáist. „Þegar yfirvöld segja fólki að það verði að fara sparlega með mat til 2025 . . . þá hlýtur mikil örvænting að grípa um sig,“ sagði íbúinn.

Sumir íbúar Sinuiju sögðu að staðan sé svo slæm núna að þeir viti ekki hvort þeir lifi veturinn af og segja að þessi tilkynning frá Kim Jong-un jafnist á við að biðja þá um að svelta í hel.

Sameinuðu þjóðirnar segja að um 40% Norður-Kóreumanna séu vannærðir og að á þessu ári vanti landið 860.000 tonn af mat til að geta brauðfætt þjóðina.

Hungur er ekki eina vandamálið sem landsmenn standa frammi fyrir því nær algjör skortur er á lyfjum og verð á þeim hefur hækkað eftir að þau hættu að berast frá Kína. Mannúðarsamtök geta ekki flutt lyf né mat til landsins vegna lokunnar landamæranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?