fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Pressan

Upp komast svik um síðir – Sviðsetti eigið sjálfsvíg

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 21:00

David Staveley. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í samvinnu við annan mann ákvað David Staveley að reyna að fá fjárhagslegan stuðning úr stuðningsáætluninni „Cares Act“ sem var ætlað að aðstoða fyrirtæki sem voru í vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þeir félagarnir lugu að banka á Rhode Island í Bandaríkjunum að þeir ættu veitingastað og að mánaðarleg útgjöld þeirra vegna hans væru há og þyrftu þeir aðstoð til að geta greitt þau.

New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að upp hafi komist um svik þeirra félaga og hafi Staveley, sem er 53 ára, játað svikin en þeir félagar höfðu 540.000 dollara upp úr krafsinu. Hann var settur í stofufangelsi eftir að hafa játað svikin. En hann var ekki áfjáður í að mæta fyrir dómara og hljóta dóm fyrir brotið svo hann tók staðsetningarbúnaðinn af fæti sínum og setti eigin dauða á svið.

Hann skildi eftir nokkur stutt bréf þar sem hann sagðist ætla að taka eigið líf. Eitt þeirra var til 81 árs gamallar móður hans. Bréfið skildi hann eftir hjá henni rétt áður en hann ók að heiman.

Leið hans lá um nokkur ríki og notaðist hann við fölsuð skilríki og stolin skráningarnúmer á bíl sinn.

Lögregluna fór að gruna að ekki væri allt með felldu hvað varðaði „sjálfsvíg“ Staveley og því var umfangsmikil rannsókn sett af stað og leit að honum. Hann fannst síðan í júlí á síðasta ári í Alpharetta í Georgíu, rúmlega 1.600 kílómetra frá heimili hans í Massachusetts þar sem hann átti að vera í stofufangelsi.

Þetta varð til þess að Staveley slapp ekki við dóminn og fékk þyngri refsingu fyrir að stinga af úr stofufangelsi og mæta ekki fyrir dóm. Hann var dæmdur í 56 mánaða fangelsi.

Hann er svo sem ekki óvanur réttarvörslukerfinu því sakaskrá hans er löng og hann hefur meðal annars hlotið dóm fyrir fjársvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Var haldið fanginni í 17 ár ásamt tólf systkinum sínum – Fengu ekki að fara í bað og voru læst inni í hundabúrum

Var haldið fanginni í 17 ár ásamt tólf systkinum sínum – Fengu ekki að fara í bað og voru læst inni í hundabúrum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástralar senda lögreglumenn og hermenn til Salómonseyja til að stilla til friðar

Ástralar senda lögreglumenn og hermenn til Salómonseyja til að stilla til friðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Smitaðist viljandi af kórónuveirunni – Það var heimskulegt

Smitaðist viljandi af kórónuveirunni – Það var heimskulegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Herða sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Andlitsgrímur og kórónupassi í aðalhlutverki

Herða sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Andlitsgrímur og kórónupassi í aðalhlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hertar sóttvarnaaðgerðir í Austurríki frá og með deginum í dag

Hertar sóttvarnaaðgerðir í Austurríki frá og með deginum í dag
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ellilífeyrisþegi drap björn sem hafði rifið annan fótinn af honum

Ellilífeyrisþegi drap björn sem hafði rifið annan fótinn af honum