fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Þetta eru 10 vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. október 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netflix dælir stöðugt út nýjum kvikmyndum og þáttaröðum en mjög lítill hluti þeirra sleppur í gegnum nálarauga áhorfenda og slær í gegn. En sumar slá rækilega í gegn og milljónir manna sitja sem límdar við skjáinn til að fylgjast með.

Hér verða nefndar þær 10 þáttaraðir sem hafa notið mestra vinsælda á Netflix frá upphafi. Til að áhorf teljist með í tölfræðinni þá verða áskrifendur að hafa horft á að minnsta kosti tvær mínútur af þáttaröð á fyrstu 28 dögunum eftir að hún er tekin til sýninga. Þetta er sama aðferð og YouTube notar til að gera upp áhorf.

Í 10. sæti er Emily in Paris en ein þáttaröð hefur verið sýnd á Netflix. Emily fékk hvorki meira né minna en 58 milljónir áhorf. Þættirnir fjalla um markaðsstjórann Emily Cooper frá Chicago sem er boðið draumastarfið í París.

Í 9. sæti er Sweet Tooth en ein þáttaröð hefur verið sýnd en annað er að sögn væntanleg. 60 milljónir áhorf fengu þættirnir en þeir fjalla um góðhjartaðan dreng sem er er hálf manneskja og hálft dádýr. Hann verður að hefja nýtt líf saman með harðgerðum verndara sínum eftir að heimsendir ríður næstum yfir jörðina.

Í 8. sæti er The Queen‘s Gambit en ein þáttaröð hefur verið sýnd af þessum vinsælu þáttum sem fengu 62 milljónir áhorf. Þættirnar fjalla um stúlku, sem býr á barnaheimili á sjötta áratugnum, sem er ótrúlega góð í skák. Við henni blasir björt framtíð en barátta hennar við fíkn gerir henni erfitt fyrir.

Í 7. sæti er Tiger King en óhætt er að segja að þáttaröðin hafi slegið rækilega í gegn enda sögupersónurnar í þessum sannsögulegu þáttum vægast sagt sérkennilegar. Þættirnir bjóða meðal annars upp á ræktun á stórum kattardýrum og ásökunum um leigumorð og fleira. Þættirnir fengu 64 milljónir áhorf.

Í 6. sæti er Money Heist en búið er að sýna fjórar þáttaraðir um spænsku þjófana sem taka gísla og læsa sig inni í konunglegu spænsku myntsláttunni. Þetta eru margslungnir þættir sem fengu 65 milljónir áhorf.

Í 5. sæti er Stranger Things sem þarf varla að kynna fyrir mörgum. Þrjú tímabil hafa verið sýnd og eitt til viðbótar er væntanlegt á næsta ári. 67 milljónir áhorf fengu þættirnir sem fjalla um leynilegar tilraunir, stúlku sem býr yfir ofurnáttúrulegum kröftum og vini hennar.

Í 4. sæti er Sex/Life sem fengu 67 milljónir áhorf. Eitt tímabil hefur verið sýnt til þessa. Þættirnir fjalla um konu sem á sér safaríka fortíð á kynlífssviðinu. Þessi fortíð rekst á við líf hennar sem eiginkonu og móður þegar fyrrum ástmaður hennar birtist á nýjan leik en hún getur ekki hætt að hugsa um hann.

Í 3. sæti eru þættirnir um Witcher en ein þáttaröð hefur verið sýnd af þeim og fékk það 76 milljónir áhorf. Þættirnar fjalla um Geralt af Rivia sem er stökkbreyttur skrímslaveiðari sem gengur á vit örlaga sinna í heimi þar sem fólk virðist oft vera verr innrætt en skrímslin.

Í 2. sæti eru frönsku þættirnir um Lupin en tvær þáttaraðir hafa verið sýndar af þeim. Þeir fjalla um Assane Diop sem leitar hefnda fyrir það óréttlæti sem faðir hans var beittur af ríkri fjölskyldu. 76 milljónir áhorf skilaði þetta.

Í 1. sæti eru þættirnir um Bridgerton og kemur það kannski ekki á óvart. Ein þáttaröð hefur verið sýnd og fékk hún 82 milljónir áhorfa. Þættirnir fjalla um átta systkini í Bridgertonfjölskyldunni og leit þeirra að ást og hamingju í hærri lögum samfélagsins í  Lundúnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun