fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Pressan

Blóðug hefnd: Brutust inn í afmælisveislu og myrtu tvo unga stráka – Vopnaðir og með grímur

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 22:30

Til vinstri: Dom Anash - Til hægri: Ben Gillham-Rice

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ungir menn voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á tveimur táningsstrákum. Mennirnir mættu í afmælisveislu með grímur og myrtu drengina þar.

Þeir Dom Ansah og Ben Gillham-Rice létu lífið eftir að mennirnir fimm stungu þá með hníf. Tveir aðrir einstaklingar urðu líka fyrir barðinu á þeim en létu ekki lífið, þrátt fyrir að slasast illa. Mennirnir með grímurnar voru þeir Earl Bevans og Charlie Chandler, báðir 23 ára, Clayton Barker, 20 ára og þeir Ben Potter og Jamie Chandler, báðir 17 ára en sá síðarnefndi er yngri bróðir Charlie sem tók einnig þátt í árásinni.

Fyrir dómi var sagt að mennirnir fimm væru partur af gengi sem gengur undir nafninu B3. Þeir eru sagðir hafa skipulagt að ráðast á fólk í afmælisveislunni eftir að þeir komust að því að meðlimir annars gengis, sem kallað er M4, væru í veislunni. Þeir klifruðu yfir grindverkið á heimilinu þar sem veislan var haldin, vopnaðir og með grímur. Tveir þeirra stóðu við útidyrahurðina til að koma í veg fyrir að fólk kæmist út.

Annar drengjanna sem var myrtur, Ben, var stunginn í stofunni á meðan veislan var enn í fullum gangi. Dom var hins vegar myrtur á ógeðfelldari máta, hann var eltur og síðan stunginn. Eftir það var hann síðan sleginn með sverði. Hann komst aftur til baka í húsið þar sem veislan var haldin og bað annan veislugest um að hringja í móður sína fyrir sig. „Mamma, ég var stunginn, ég elska þig,“ sagði hann við móður sína áður en hann lést.

Dómarinn í málinu dæmdi alla 5 mennina í lífstíðarfangelsi. Þeir munu í fyrsta lagi losna úr fangelsinu eftir 22 ár en sumir þeirra þurfa að sitja inni í 28 ár hið minnsta. Morðin voru gerð í hefndarskyni en meðlimir M4 gengisins höfðu áður ráðist á Ben Potter og stungið Jamie Chandler. Árásin á Jamie Chandler fór fram einungis nokkrum mánuðum fyrir morðið en Ben Potter var stunginn þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Dom, annar drengjanna sem var myrtur, er sagður hafa verið partur af M4 genginu sem réðst á Potter og Chandler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Snarráði þjónninn hylltur af lögreglunni – Greip inn í skelfilega atburðarás

Snarráði þjónninn hylltur af lögreglunni – Greip inn í skelfilega atburðarás
Pressan
Í gær

Hryllingurinn í ísbúðinni – „Hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Hryllingurinn í ísbúðinni – „Hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
Pressan
Í gær

Lætur hann verða af því? Margir bíða með öndina í hálsinum

Lætur hann verða af því? Margir bíða með öndina í hálsinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ef Evrópa heldur að innflytjendur séu vandamál núna – bíðið þar til eftir 20 ár“

„Ef Evrópa heldur að innflytjendur séu vandamál núna – bíðið þar til eftir 20 ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

35 ára kennari ákærð fyrir kynferðisbrot gegn nemanda sínum – „Hún bað hann um að hitta sig utan skóla“

35 ára kennari ákærð fyrir kynferðisbrot gegn nemanda sínum – „Hún bað hann um að hitta sig utan skóla“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump-nafnið er orðið fjárhagslegur baggi fyrir forsetann

Trump-nafnið er orðið fjárhagslegur baggi fyrir forsetann