fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Rúmlega 500.000 kórónuveirusmit í Svíþjóð og staðan grafalvarleg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 05:37

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Svíþjóð hafa rúmlega 500.000 manns greinst með kórónuveiruna fram að þessu miðað við tölur frá sænskum heilbrigðisyfirvöldum í gær. Frá föstudegi fjölgaði tilfellunum um 17.995. Rúmlega helmingur sjúklinga á gjörgæsludeildum sænska sjúkrahúsa eru COVID-19-sjúklingar.

Í heildina var búið að staðfesta 506.866 smit í landinu í gær frá upphafi faraldursins. Þetta svarar til þess að 4.954 af hverjum 100.000 íbúum hafi smitast. 9.667 hafa látist af völdum veirunnar miðað við tölur Johns Hopkins háskólans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir, sagði á fréttamannafundi í gær að greindum smitum hafi fækkað síðustu vikur en hugsanleg skýring á því sé að færri hafi farið í sýnatöku um jólin.

Hann varaði samlanda sína við því að hætta sé á smitum fjölgi á næstunni. „Við erum á krítísku stigi þar sem við erum á mörkum þess sem sjúkrahúsin ráða við,“ sagði hann. Aftonbladet segir að hann hafi lagt áherslu á að mjög mikilvægt sé að fylgja þeim grundvallarsóttvarnareglum sem kynntar hafa verið.

COVID-19-sjúklingar liggja nú í um 60% af gjörgæslurýmum sjúkrahúsanna. Á landsvísu eru um 20% gjörgæslurýma laus en staðan er mismunandi eftir landshlutum að sögn Johanna Sandwall, aðgerðarstjóra neyðaráætlana. Hún sagði að nú liggi fleiri COVID-19-sjúklingar á sjúkrahúsum en nokkru sinni áður.

Sænska þingið samþykkti á föstudaginn ný farsóttalög sem veita ríkisstjórninni auknar heimildir til að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða á borð við fjöldatakmarkanir, stöðvun almenningssamgangna, lokun verslana og líkamsræktarstöðva og fleiri aðgerða. Svíþjóð er eitt fárra Evrópuríkja þar sem ekki hefur verið gripið til harðra sóttvarnaaðgerða síðan heimsfaraldurinn braust út.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið