fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Pressan

Hún ætlaði bara að ganga 5 mínútna leið á pöbbinn – Þangað komst hún ekki

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. september 2021 06:59

Sabina Nessa. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. september síðastliðinn fór Sabina Nessa, 28 ára, heiman frá sér í Lundúnum. Hún ætlaði að ganga fimm mínútna leið á næsta pöbb þar sem hún ætlaði að hitta vini sína. En þessi ungi grunnskólakennari komst aldrei á áfangastað.

Lík hennar fannst síðar í almenningsgarði ekki fjarri heimili hennar. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi og þykir sýna hversu hættulegt það getur verið fyrir konur að vera einar á ferð í stórborginni.

Á föstudaginn komu rúmlega 500 manns saman til að minnast hennar. Flestir þeirra sem mættu voru konur sem þekktu Nessa ekki neitt en vildu vekja athygli á örlögum hennar og þeirri dapurlegu staðreynd að þau eru ekkert einsdæmi.

„Lögreglan sagði að hún hefði yfirgefið heimili sitt til að hitta vin sinn á pöbb sem er í fimm mínútna göngufjarlægð frá heimili hennar. Við förum oft á þennan sama pöbb. Manni finnst að þetta hefði alveg eins getað komið fyrir mann sjálfan. Þetta getur gerst alls staðar,“ sagði Aliya Isaeva í samtali við CNN en hún býr í sama hverfi og Nessa.

Lögreglan telur að Nessa hafi verið myrt föstudaginn 17. september þegar hún gekk í gegnum almenningsgarðinn. Lík hennar fannst daginn eftir nærri félagsheimili ekki fjarri almenningsgarðinum.

Einn hefur verið handtekinn vegna morðsins. Það gerðist eftir að Lundúnalögreglan birti tvær myndur úr eftirlitsmyndavélum. Þær voru teknar nærri morðvettvanginum. Önnur er af karlmanni og hin af silfurlituðum bíl.

„Það er eins og við séum föst í martröð sem við getum ekki vaknað upp af. Við misstum systur okkar, foreldrar okkar misstu dóttur sína og dætur mínar misstu frábæra, ástríka og umhyggjusama frænku,“ sagði Jebina Yasmin Islam, systir Nessa, í samtali við CNN.

Eins og fyrr sagði þá er þetta mál ekkert einsdæmi. Í mars var Sarah Everard, 33 ára, myrt í suðurhluta Lundúna. Hún hvarf á heimleið frá heimili vinar síns. Lík hennar fannst í skóglendi í um 80 km fjarlægð. Síðar var 48 ára lögreglumaður, Wayne Couzens, handtekinn vegna morðsins. Hann hefur játað að hafa numið Everard á brott, nauðgað henni og myrt. Málið vakti mikla reiði meðal breskra kvenna sem óttast margar að sömu örlög geti beðið þeirra. Margar skýrðu í framhaldi af þessu frá kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir og nýttu samfélagsmiðla til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Japanar loka landinu vegna Omikron

Japanar loka landinu vegna Omikron
Pressan
Í gær

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin dæla olíu úr varabirgðum sínum út á markaðinn

Bandaríkin dæla olíu úr varabirgðum sínum út á markaðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn staðfesta að þetta er manngert

Vísindamenn staðfesta að þetta er manngert
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið hefur verið óleyst í 25 ár – Nú hafa þrjú verið handtekin fyrir morðið á 14 ára stúlkunni

Málið hefur verið óleyst í 25 ár – Nú hafa þrjú verið handtekin fyrir morðið á 14 ára stúlkunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei of seint á svo sannarlega við um Manfred Steiner

Aldrei of seint á svo sannarlega við um Manfred Steiner