fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Piers Morgan segir að Meghan eigi eftir að fá martraðir

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 17. september 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum bárust fregnir af því að Piers Morgan hefði verið ráðin sem þáttastjórnandi hjá FOX News en hann hætti hjá sjónvarpsstöðinni ITV þegar hann var beðinn um að biðjast Meghan Markle afsökunar.

Hjá ITV var hann einn stjórnenda Good Morning Britain og var þar daginn eftir að umdeilt viðtal Meghan og Harry Bretaprins, eiginmanns hennar, var sýnt. Hann lét nokkur orð falla um Meghan sem er gömul vinkona hans en þau fóru fyrir brjóstið á sumum.

Morgan ætlar þó ekki einungis að starfa fyrir FOX heldur ætlar hann einnig að skrifa pistla fyrir The Sun. Hann varar Meghan við þar sem hann telur að hann muni gefa henni martraðir.

„Ég þori að veðja að hún hafi fagnað þegar ég yfirgaf Good Morning Britain svo þetta mun valda henni martröðum,“ sagði Morgan og virðist vera spenntur fyrir því að birtast í draumum Meghan.

Hann kveðst hafa hafnað 20 atvinnutilboðum áður en hann fékk loksins kallið frá FOX og er hann í skýjunum með að hafa beðið svo lengi.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Morgan starfar fyrir The Sun en hann hóf störf þar fyrst árið 1988 og var þar í fjögur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun