fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Varpar sprengju inn í Madeleine-málið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 05:59

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan hefur mánuðum saman rannsakað hvort þýski barnaníðingurinn og kynferðisbrotamaðurinn Christian Brückner hafi numið Madeleine McCann á brott úr sumarleyfisíbúð í Portúgal þann 3. maí 2007 og myrt hana. Segist lögreglan vera þess fullviss að hann hafi gert það. Nú hefur Hans Christian Wolters, saksóknari í málinu, varpað sprengju inn í málið með nýjum upplýsingum um rannsókn þess.

Hann segir að belgíska og portúgalska lögreglan rannsaki nú hvort Christian Brückner tengist fimm öðrum álíka málum þar sem ungar stúlkur voru numdar á brott og sumar myrtar. Daily Mail segir að upplýsingar um þessi mál hafi komið fram í nýrri bók.

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

Meðal þessara mála er eitt frá árinu 2007 en þá var ráðist á 10 ára stúlku 10 kílómetrum frá þeim stað sem Madeleine hvarf frá. Þetta gerðist aðeins mánuði áður en Madeleine hvarf. Christian Brückner er einnig grunaður um nauðgun á tvítugri konu í Praia de Rocha í Portúgal árið 2004.

Í Belgíu er hann grunaður um morð á 16 ára stúlku í bænum De Hana 1996.

Wolters sagði að Christian Brückner væri sá eini sem liggur undir grun í þessum málum.

Christian Brückner afplánar nú dóm í þýsku fangelsi en hann var dæmdur fyrir nauðgun á aldraðri bandarískri konu. Hann hefur einnig hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun