fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Krefst 380 milljóna í bætur vegna afdrifaríkra mistaka heilbrigðisstarfsfólks

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 06:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

19 ára spænsk kona hefur stefnt yfirvöldum í La Rioja á Spáni fyrir afdrifarík mistök starfsfólks á sjúkrahúsi í héraðinu fyrir 19 árum. Hún krefst sem svarar til um 380 milljóna íslenskra króna í bætur. Yfirvöld í héraðinu segja að um „mannleg mistök“ hafi verið að ræða og vita ekki hver gerði þau.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að tveimur stúlkubörnum hafi verið víxlað á fæðingardeild sjúkrahúss í héraðinu árið 2002. Þetta kom í ljós fyrir tilviljun þegar önnur konan fór í DNA-próf og í ljós kom að hún var ekki erfðafræðilega skyld fólkinu sem hún taldi vera foreldra sína.

Þegar stúlkurnar fæddust voru þær báðar mjög léttar og voru settar í hitakassa áður en foreldrar þeirra fengu þær í hendurnar. En eitthvað fór greinilega úrskeiðis þegar þær voru teknar úr hitakössunum og afhentar foreldrunum.

Sara Alba, yfirmaður heilbrigðismála í La Rioja, sagði á fréttamannafundi að um mannleg mistök hafi verið að ræða en ekki sé vitað hver gerði þau. Hún sagði að kerfið, sem notast var við, hafi verið öðruvísi á þessum tíma, ekki eins tölvuvætt og nú. Hún sagði að atburður sem þessi geti ekki átt sér stað í dag.

Hinni konunni hefur verið tilkynnt um málið en ekki hefur komið fram hvort hún hyggist leita réttar síns vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?