fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Mörg hundruð manns fluttir frá heimilum sínum á Spáni vegna skógarelds

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg hundruð manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Avila á Spáni vegna skógarelds. Eldurinn kviknaði á laugardaginn nærri bænum Navalacruz og hefur breiðst hratt út í miklum hita og vindi en allt að 19 m/s hafa mældust á Íberíuskaga um helgina.

Eldurinn nær nú yfir rúmlega 40 kílómetra svæði og allt að 5.000 hektarar gætu hafa brunnið að sögn yfirvalda.

600 íbúar í fimm bæjum í Avilahéraði hafa verið fluttir frá heimilum sínum nærri Sierra de Gredos fjallgarðinum. Þar berjast rúmlega 500 slökkviliðsmenn við eldinn og njóta aðstoðar slökkviflugvélar.

80 kílómetrum sunnar herjar annar skógareldur nærri El Raso. Slökkviliðsmenn glíma einnig við skógareld í Azuebar í austurhluta landsins en þar hafa rúmlega 500 hektarar brunnið síðan á laugardaginn.

Öflug hitabylgja hefur herjað á Spán síðan á miðvikudaginn og er reiknað með að hún nái hámarki í dag. Um helgina mældist 47,4 stiga hita í Cordoba. Ef Alþjóðaveðurfræðistofnunin viðurkennir mælinguna verður þetta spænskt hitamet.

Loftslagssérfræðingar hafa ítrekað varað við því að hnattræn hlýnun af mannavöldum muni valda því að hitinn hækki og öfgaveðuratburðir verði algengari. Frá 2011 til 2020 voru tvisvar sinnum fleiri hitabylgjur á Spáni en síðustu 30 árin þar á undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur