fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Frænka Trump – „Hann platar mig ekki – hann var hræddur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 06:50

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom heimsbyggðinni vægast sagt á óvart í október þegar fréttir bárust af því að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, væri með COVID-19. Það þurfti að leggja hann inn á hersjúkrahús vegna veikindanna.

Eftir þriggja daga innlögn og læknismeðferð „sýndi“ Trump umheiminum að sjúkdómurinn, sem hann hafði ítrekað gert lítið úr, hefði lítil áhrif á hann og flaug hann þá með þyrlu til Hvíta hússins. Þegar þangað var komið stillti hann sér upp á Trumansvölunum og tók af sér andlitsgrímuna til að sýna að hann væri hress og að veiran hefði ekki áhrif á hann.

En frænka hans, Mary Trump, gefur lítið fyrir þetta sjónarspil og segir í nýrri bók sinni að Trump hafi hermt eins vel eftir Benito Mussolini og hann gat þegar hann tók grímuna af sér til að sýna að hann væri ósæranlegur. En Mary, sem er sálfræðingur, segir að forsetinn hafi ekki blekkt hana. „Hann beit saman tönnum og kjálkinn skagaði fram. Nákvæmlega eins og hjá ömmu minni þegar hún beit á jaxlinn vegna verkja eða reiði. Ég sá þetta hjá Donald.“

„Ég er sjálf með astma og veit hvernig fólk lítur út þegar það berst við að ná andanum. Hann var með verki, hann var hræddur en það mun hann aldrei viðurkenna fyrir neinum eða sjálfum sér. Í hans augum eru afleiðingar þess að viðurkenna veikleika mun verri en að vera heiðarlegur,“ segir Mary í nýrri bók sinni „The Reckoning“ sem The Guardian hefur fengið í hendurnar.

Mary dregur enga dul á það í bókinni að hún er ekki hrifin af þeirri pólitík sem frændi hennar stendur fyrir og segir að í forsetatíð hans hafi valdið bandarísku þjóðinni áfalli. Hún segir einnig að staðhæfingar Trump um kosningasvindl í kjölfar ósigurs hans fyrir Joe Biden í kosningunum í nóvember hafi valdið reiði og hatri meðal þjóðarinnar og að þetta hafi verið bein árás á lýðræðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“