fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Pressan

Segja að heimsbyggðin verði að herða undirbúning sinn undir ofsahita

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. júlí 2021 18:30

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hærri hiti er hugsanlega að verða algengari hraðar og mun fyrr en spáð hafði verið. Þetta segja loftslagsvísindamenn í ljósi hitabylgna í Norður-Ameríku að undanförnu. Þeir segja að heimsbyggðin verði að herða undirbúning sinn til að geta tekist á við ofsahita.

Nýleg hitabylgja í Norður-Ameríku varð um 500 manns að bana og hvert hitametið á fætur öðru var slegið. Sums staðar voru þau slegin með rúmlega 5 gráðum. Í Kanada fór hitinn hæst í 49,6 gráður og hefur aldrei mælst hærri hiti þar í landi.

The Guardian segir að hópur loftslagsvísindamanna segi að þetta veki miklar áhyggjur af að loftslagsbreytingarnar og áhrif þeirra hafi nú farið yfir hættuleg mörk.

Fyrsta greiningin á þessari hitabylgju var birt nýlega. Í henni kemur fram að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert hitabylgjur sem þessar að minnsta kosti 150 sinnum líklegri til að eiga sér stað.

Hitastig fer hækkandi um allan heim vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og vísindamenn hafa lengi spáð því að hitamet muni falli sífellt oftar.

Höfundar nýju greiningarinnar segja að hitabylgjan hafi verið mun verri en verstu hitabylgjur sem gert hefur verið ráð fyrir í loftslagsreiknilíkönum. Þetta neyðir þá til að endurskoða skilning sinn á hitabylgjum og hugleiða líkurnar á að svipaðar hitabylgjur skelli á öðrum heimshlutum, til dæmis Norður-Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang
Pressan
Í gær

Konur í Georgíuríki geta fengið 400.000 króna skattaafslátt við þungun

Konur í Georgíuríki geta fengið 400.000 króna skattaafslátt við þungun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörmulegur atburður – Slökkviliðsmenn misstu þunga konu þegar þeir voru að taka hana út um glugga

Hörmulegur atburður – Slökkviliðsmenn misstu þunga konu þegar þeir voru að taka hana út um glugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hefur fengið sig fullsaddan af fjallgöngufólki – Borgið ykkar eigin útför

Hefur fengið sig fullsaddan af fjallgöngufólki – Borgið ykkar eigin útför
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hótaði skotárás á tónlistarhátíð til að fara fyrr úr vinnunni

Hótaði skotárás á tónlistarhátíð til að fara fyrr úr vinnunni