fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Pressan

„Græðgi hans á sér engin takmörk“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 07:00

Aram Sheibani með bikíniklæddum konum. Mynd:Greater Manchester Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórir bátar, dýrir bílar, vilt partý, bikíniklæddar konur, dýr málverk, margar fasteignir. Þetta var meðal þess sem einkenndi líf Aram Sheibani sem var nýlega dæmdur í 37 ára fangelsi af dómstól í Manchester á Englandi eftir 10 vikna löng réttarhöld. Hann var sakfelldur fyrir svik, falsanir, peningaþvætti, skattsvik og mörg brot tengd fíkniefnalöggjöfinni.

BBC og Manchester Evening News skýra frá þessu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið einn af leiðtogum stórs alþjóðlegs fíkniefnahrings sem teygir anga sína til Kólumbíu.

Peningarnir, sem fengust fyrir sölu fíkniefna, voru notaðir í villt partý, dýra bíla, lýtaaðgerðir og til að kaupa fjölda fasteigna til að fela slóð peninganna. Á rafmyntareikningi Sheibani var rafmynt að verðmæti sem svarar til um 260 milljóna íslenskra króna.

Aram Sheibani. Mynd:Greater Manchester Police

„Græðgi hans á sér engin takmörk og hann hefur fjármagnað lúxuslífsstíl sinn með svikum og afbrotum, lést vera heiðarlegur kaupsýslumaður til að leyna svikastarfseminni,“ sagði Luce Pearson, hjá efnahagsbrotadeild Greater Manchester Police, við réttarhöldin.

Peningar sem fundust hjá Sheibani. Mynd:Greater Manchester Police

Heima hjá Sheibani fann lögreglan fjölda hluta sem eru notaðir til að búa til kókaín og fjölda farsíma sem voru dulkóðaðir. „Hann er ótrúlegur einstaklingur sem sýndi enga iðrun gjörða sinna meðan á rannsókn málsins stóð og var ósamvinnuþýður og reyndi að eyðileggja sönnunargögn,“ sagð Pearson einnig við réttarhöldin.

Fíkniefni sem fundust hjá Aram Sheibani. Mynd:Greater Manchester Police

Sheibani lýsti sig saklausan af öllum ákæruatriðum en ekki var tekið mark á þeirri yfirlýsingu hans og var hann dæmdur í 37 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bólusetja Kóalabirni gegn klamýdíu

Bólusetja Kóalabirni gegn klamýdíu
Pressan
Í gær

Rússar fara á fjörurnar við Grænlendinga – Vilja samstarf um fiskveiðar

Rússar fara á fjörurnar við Grænlendinga – Vilja samstarf um fiskveiðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umfangsmikil leit í Noregi – Þriggja saknað – Óttast að bátur þeirra hafi farið fram af fossi

Umfangsmikil leit í Noregi – Þriggja saknað – Óttast að bátur þeirra hafi farið fram af fossi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegur spádómur – „Þetta mun gerast og það mun breyta öllu“

Óhugnanlegur spádómur – „Þetta mun gerast og það mun breyta öllu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Ung ólétt kona numin á brott eftir að hafa fylgst með dularfullum grænum bíl – Var hún vitlaust skotmark?

Sakamál: Ung ólétt kona numin á brott eftir að hafa fylgst með dularfullum grænum bíl – Var hún vitlaust skotmark?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er Y-litningurinn að hverfa? Sumir vísindamenn telja karla vera í útrýmingarhættu

Er Y-litningurinn að hverfa? Sumir vísindamenn telja karla vera í útrýmingarhættu