fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
Pressan

Greindi sjálfa sig með krabbamein – Dauðskammaðist sín eftir heimsókn til læknisins – „Fólk getur hlegið að þessu núna, en ekki ég“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur í Bandaríkjunum, Jenny Pearce, hafði glímt við magavandamál og með aðstoð Google taldi hún sig hafa fundið sjúkdómsgreiningu sem passaði við einkenni hennar – krabbamein í blöðruhálskirtli. Hún óttaðist hið versta og pantaði umsvifalaust tíma hjá heimilislækni sínum til að geta meðhöndlað þennan banvæna sjúkdóm.

Hún dauðskammaðist sín svo, en varð jafnframt fegin, þegar læknirinn tók hlæjandi á móti henni og útskýrði að þar sem hún er kona séu litlar líkur á slíku krabbameini þar sem konur hafa ekki blöðruhálskirtil. Jenny skammaðist sín þó það mikið að hún skipti um lækni.

Hún deildi sögunni sinni á TikTok þar sem myndbandið hefur fengið rúmlega 1,5 milljón áhorf.

„Ég hafði aldrei heyrt um blöðruhálskirtil. Ég hélt í hreinskilni að fyrir utan kynfærin þá væru karlmenn og konur með sömu líffærin. Maður hefði haldið að ég ætti að vita betur en að hlusta á Google en ég er ímyndunarveik og Google hjálpar ekkert því ástandi. Þetta er einn af þessum hlutum sem ég á aldrei eftir að jafna mig á.“

Eftir að Google benti Jenny á blöðruhálskirtilskrabbamein hringdi hún strax í lækninn sinn og fékk tíma.

„Ég fór samdægurs til hans og sagði honum að ég hefði áhyggjur af maganum mínum því ég fann enn til. Hann sagði mér: „Við erum búin að senda þig í öll þessi próf og ekki fengið neina skýringu. Hvað heldur þú að þetta sé?“ Þá svaraði ég: „Sko ég er búin að rannsaka þetta og ég er nokkuð viss um að þetta sé blöðruhálskirtilskrabbamein.“ Þá kom löng pása og svo fór hann að hlæja. Langa pásan varð þó til þess að ég varð mjög áhyggjufull því ég hélt að ég hefði hitt naglann á höfuðið. Ég hugsaði að ég væri pottþétt með blöðruhálskirtilskrabbamein og hann væri að melta það. En í staðinn fór hann að hlæja og útskýrði fyrir mér að ég væri ekki með blöðruhálskirtil. Ég dauðskammaðist mín.“

Þó hún væri því fegin að vera ekki með þetta krabbamein íhugaði hún þó að fara aftur á Google og finna hvað væri í raun og veru að henni. „Ég þurfti að stoppa sjálfa mig. Ef Google hefði alltaf rétt fyrir sér ætti ég að hafa dáið svona 500 sinnum á þessum tímapunkti. Ekki misskilja mig. Google hefur áreiðanlega bjargað mörgum líka. Það er mikið af fólki sem kann því illa að leita til læknis. En ég stend við það að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, en ég myndi ráðleggja fólki að róa sig aðeins niður og beita meiri rökhugsun en ég.“

Eftir að Jenny deildi reynslu sinni á TikTok fékk hún að heyra af mörgum öðrum sem hafa lent í sambærilegum aðstæðum. „Fólk getur hlegið að þessu núna, en ekki ég. Magnið af athugasemdum frá fólki sem hefur lent í því sama lætur mér þó líða aðeins betur. Það fær mig til að trúa því að þetta sé ekki svo óvenjulegt.“

Einn notandi skrifaði í athugasemd „Jenny, ég gerði það sama þegar ég var 18 ára. Læknirinn féll næstum í yfirlið af hlátri og sagði mér að ég hefði ekki blöðruhálskirtil.“

Annar skrifaði „Engar áhyggjur. Þú ert ekki ein. Ég fór til læknis í þeirri trú að ég væri með orma í heilanum. Vissir þú að lyfið benadryl framkallar slím sem líkist ormum?“

Enn annar skrifaði: „Einu sinni googleaði ég hvers vegna ég væri að pissa svona mikið og samkvæmt google var ég að ganga í gegnum fjölþætti líffærabilun“

Besta athugasemdin var þó þessi: „Pabbi minn var einu sinni með vindverki en hringdi á sjúkrabíl því hann hélt að hann væri að deyja. Hann náði þó að prumpa áður en sjúkrabíllinn kom.“

 

 

@adventure_jennyThis is actually a true story 🤦🏼‍♀️fypyp truestoryryHopepefeatatFaithtEvansns) Twistata
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Joe Biden kominn til Bretlands – Fyrsta utanlandsferð hans eftir embættistökuna

Joe Biden kominn til Bretlands – Fyrsta utanlandsferð hans eftir embættistökuna
Pressan
Í gær

Kvöldvaktin á skyndibitastaðnum breyttist í martröð – „Ég gerði svolítið hryllilegt“

Kvöldvaktin á skyndibitastaðnum breyttist í martröð – „Ég gerði svolítið hryllilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný sjúkdómseinkenni tengd Deltaafbrigði kórónuveirunnar – Kolbrandur og heyrnartap

Ný sjúkdómseinkenni tengd Deltaafbrigði kórónuveirunnar – Kolbrandur og heyrnartap
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umferðaróhapp í Noregi varð til þess að upp komst um morð

Umferðaróhapp í Noregi varð til þess að upp komst um morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ók vísvitandi á múslímska fjölskyldu – 4 létust

Ók vísvitandi á múslímska fjölskyldu – 4 létust
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar segja að kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu

Sérfræðingar segja að kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan ætlaði að uppræta kannabisræktun – Byggingin var notuð í eitthvað allt annað

Lögreglan ætlaði að uppræta kannabisræktun – Byggingin var notuð í eitthvað allt annað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú verður framhjáhald enn auðveldara

Nú verður framhjáhald enn auðveldara
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega