fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn ekki einhuga um stöðu Golfstraumsins – Er hann að veikjast eða ekki?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 23:00

Svona streymir Golfstraumurinn um Atlantshaf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfiðir vetur með löngum kuldatímabilum og sumur sem hitabylgjur munu einkenna að stórum hluta er framtíðarsýnin ef marka má niðurstöður nýrrar þýskrar rannsóknar á Golfstrauminum og framtíð hans. En sérfræðingar dönsku veðurstofunnar, DMI, eru þessu ekki endilega sammála.

Danska ríkisútvarpið, DR, segir að rannsókn þeirra dragi ekki upp sömu dökku niðurstöðuna og rannsókn Þjóðverjanna. Danirnir hafa einnig rannsakað Golfstrauminn. DR hefur eftir Steffen Olsen, haffræðingi hjá DMI, að það sér mikill munur á rannsóknunum þrátt fyrir að hlutar af þeim gögnum, sem þær byggjast á, séu eins. „Þetta snýst aðallega um tímann sem við horfum á. Hvort við skoðum síðustu 20 til 30 ár, sem við höfum gögn um, eða reynum að kíkja lengra aftur í tímann og þannig „meta“ ástand Golfstraumsins út frá ekki beinum mælingum heldur vísbendingum um ástand hans,“ sagði hann.

Þýska rannsóknin, sem er frá Potsdam Institute for Climate Impact Research, var unnin út frá öðrum þáttum þegar mat var lagt á ástand Golfstraumsins. Með þessu bjuggu þýsku vísindamennirnir til lengra tímabil en það sem nákvæmar mælingar eru til um. Þetta skýrir muninn á niðurstöðum þýsku og dönsku vísindamannanna.

Báðar rannsóknirnar snúast um ástand Golfstraumsins. Ef hann veikist getur það haft mikil áhrif á loftslagið á norðurslóðum því straumurinn stjórnar loftslaginu hér á norðurslóðum að stórum hluta.

Samkvæmt niðurstöðum þýsku rannsóknarinnar mun veiking hans hafa í för með sér að veturnir verða lengri og kaldari og „öfgahitar“ munu einkenna sumrin auk langra þurrkatímabila.

Dönsku vísindamennirnir segja að ekki sé hægt að útiloka að þessi spá Þjóðverjanna sé rétt en telja það ekki líklegt. Ástæðan er að Þjóðverjarnir báru saman margar mismunandi upplýsingar, elstu rúmlega 1.600 ára gamlar.  

Niðurstaða Dananna sýnir að stór hluti af Golfstraumnum, bæði á yfirborðinu og djúpt niðri í sjónum, hefur verið í jafnvægi allan þann tíma sem straumurinn hefur verið mældur og því er niðurstaða þeirra önnur en niðurstaða Þjóðverjanna. Danirnir segja að frekari rannsókna sé þörf en vænta megi þess að Golfstraumurinn veikist á næstu öldum vegna hnattrænnar hlýnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?