fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Danskt fyrirtæki hefur tilraunir með nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni – Sagt lofa mjög góðu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. mars 2021 07:49

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lyfjafyrirtækið Bavarian Nordic er að hefja tilraunir með nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni. Bóluefnið nefnist ABNCoV2. Það hefur reynst áhrifaríkt gegn veirunni og þeim sjúkdómseinkennum sem fylgja COVID-19.

Tilraunir hefjast fljótlega á fólki fljótlega á Radhoud Medical Centre í Hollandi að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Um er að ræða 1. og 2. stigs rannsóknir sem verða sameinaðar í eina. 42 heilbrigðir fullorðnir einstaklingar taka þátt í rannsókninni. Ef niðurstöðurnar verða góða verður farið í 3. stigs rannsókn þar sem miklu fleiri fá bóluefnið. Ef þær ganga vel er hægt að sækja um markaðsleyfi hjá yfirvöldum.

Fyrirtækið verður auðvitað ekki fyrst til að koma með bóluefni gegn veirunni því nú þegar eru nokkur komin á markaðinn. En Bavarian Nordic bendir á að þörf verði fyrir ný bóluefni um langa framtíð vegna stökkbreytinga veirunnar. Ekki liggi fyrir hversu lengi núverandi bóluefni veiti vörn eða hversu víðtæka vernd þau veiti og ekki sé vitað hversu mikla vernd þau veiti gegn stökkbreyttum afbrigðum veirunnar. Þetta segir Paul Chaplin, forstjóri fyrirtækisins, gera að verkum að mikilvægt sé að leggja áherslu á þróun næstu kynslóðar bóluefna gegn veirunni sem muni væntanlega halda áfram að vera til um ókomna framtíð sem smitsjúkdómur sem þarf að meðhöndla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?