fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Verða bóluefnin gagnslaus? – Undirbúa sig undir það versta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 06:55

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu vikum hefur nýr kafli opnast í vinnunni við bólusetningar gegn kórónuveirunni. „Þessi kafli snýst um að við verðum að bólusetja á nýjan leik,“ sagði Richard Bergström í samtali við norska TV2. Bergström sér um að semja um kaup á bóluefnum fyrir hönd ESB en Ísland er aðili að þeim innkaupum.

Líklegt má telja að fólk þurfi að fá þrjá skammta af bóluefni til að fá góða vernd gegn kórónuveirunni. Einnig gætu stökkbreytt afbrigði veirunnar kallað á bólusetningar á nýjan leik þar sem núverandi bóluefni munu ekki virka vel á þau.

Framkvæmdastjórn ESB hefur samið við Pfizer/BioNTech og Moderna um að tvöfalda magn þess bóluefnis sem fyrirtækin selja ESB. Bergström sagði að í heildina hafi ESB tryggt sér nægilega mikið af bóluefni til að bólusetja alla íbúa aðildarríkjanna tvisvar.

„Það er til þess að það gangi hraðar að bólusetja í haust og á næsta ári ef þörf verður á þriðja skammtinum. Það getur einnig gerst að við þurfum að takast á við nýjar stökkbreytingar,“ sagði Bergström.

Stökkbreyttu afbrigðin sem vekja áhyggjur eru oft kennd við England, Suður-Afríku og Brasilíu. Enska afbrigðið, B117, er mjög áberandi víða í Evrópu þessa dagana og stór hluti smita er tengdur þessu afbrigði. Öll þessi þrjú afbrigði eru meira smitandi en upphaflega afbrigðið. Ekki er talið útilokað að fleiri stökkbreytt afbrigði, sem bóluefni virka ekki vel gegn, komi fram á sjónarsviðið.

Bergström sagði að bóluefnavinnan beinist nú að tveimur þáttum. Nýjum stökkbreyttum afbrigðum veirunnar því ef til verður stökkbreytt afbrigði sem engin bóluefni virka gegn þurfi að bólusetja alla upp á nýtt með nýju bóluefni. Hinn þátturinn er að ekki er vitað hversu lengi bólusetning veitir vernd gegn veirunni og því þurfi jafnvel að bólusetja fólk á nýjan leik eftir eitt til tvö ár. Hann sagðist efast um að fólk þurfi að fá þriðja skammtinn í haust. ESB undirbýr sig nú undir þessar tvær sviðsmyndir.

Hann sagði jafnframt að það væru stökkbreytingarnar sem valdi mestum áhygjgum. Það verði að vera hægt að bregðast við þeim. „ Við verðum að vera skrefi á undan veirunni til að geta brugðist við. Þess vegna er mjög mikilvægt að halda vinnunni áfram. Við verðum að búa okkur undir það versta en vonast eftir því besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju