fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Nota ótrúlegustu aðferðir til að reyna að svindla sér fram fyrir í bólusetningaröðinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 07:00

Þessar reyndu að dulbúast sem gamlar konur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur mál hafa komið upp í Bandaríkjunum og Kanada þar sem fólk hefur reynt að svindla sér fram fyrir í bólusetningaröðinni til að fá skammt af hinum eftirsóttu bóluefnum gegn kórónuveirufaraldrinum. Í síðustu viku komu tvær „gamlar konur“ til dæmis akandi að bólusetningarmiðstöð í Flórída til að fá seinni skammtinn sinn af bóluefninu frá Pfizer. En starfsfólk sá að eitthvað var grunsamlegt við konurnar.

„Gömlu konurnar“ sem höfðu þegar fengið fyrri skammtinn virtust eiginlega vera ótrúlega ungar. Fæðingardagarnir á skilríkjum þeirra voru ekki samhljóða og því var kallað á lögregluna. Þá kom sannleikurinn upp á yfirborðið.

„Gömlu konurnar“ reyndust vera 34 og 44 ára en til að komast fram fyrir í röðinni þóttust þær vera ömmur sína. „Þetta voru vandræðaleg mistök og nú höfum við hert öryggisreglurnar,“ sagði í fréttatilkynningu frá smitstjúkdómastofnuninni CDC í Flórída.

Í Kanada komust auðmannshjónin Rodney og Ekaterina Baker í fréttirnar nýlega eftir að þau fóru með einkaflugvél frá Vancouver til Beaver Creeik og þóttust starfa við þrif á hóteli á svæðinu til að fá bólusetningu með bóluefninu frá Moderna. Með þessu tróðust þau fram fyrir gamalt fólk af frumbyggjaættum sem átti að njóta forgangs í bólusetningunni. Það komst upp um hjónin og hafa þau verið kærð vegna málsins og jafnframt gert ljóst að þau fá ekki síðari skammtinn af bóluefninu og fari aftast í röðina og verði ekki bólusett fyrr en í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug